Færsluflokkur: Bloggar
6.8.2010 | 22:44
Seðlabankinn kominn í einkaeigu ?
Fréttatilkynning bankans hljómar eins og hann sé einkafyrirtæki en samt er allt bullið sem þar fer fram í formi leshirngja kostað af almenningi. Bankinn gat vel sent frá sér tilmæli um að hjálpa skyldi aumingjunum í bönkunum þegar gengislán voru dæmd ólögmæt. Hvatti þar með skipulega til að ræningjarnir fremdu lögbrot á viðskiptavinum sínum.
Það var enginn lögfræðingur til sem hélt því fram að gengislánin væru lögleg en hinsvegar voru til lögfræðingar sem héldu því fram að þetta væru ekki lán heldur láns og leigusamningar og ÞESSVEGNA
væru þeir LÖGLEGIR. Þeir voru allan tímann að reyna að fara fram hjá lögunum með orðræðu um lánasamninga og leigusamninga.
Brandarinn í tilkynningu er auðvitað sá að hann ætlar að athuga hvort hann geti birt álitið sem hann keypti því hann hafi ekki heimild til að birta það án leyfis frá þeim sem vann það. '' Eftir helgi verður athugað hvort slíkrar heimildar verður aflað'' . Það er semsagt lögfræðistofa sem fer með vald Seðlabankans ?
Hér er aum tilraun til að koma sér undan stjórnsýslu og upplýsingalögum því álítið er unnið fyrir Seðlabankann og kostað af Seðlabankanum og því er það skjal frá Seðlabankanum þó að það hafi verið unnið af undirverktaka. Seðlabankinn þarf því ekki að spyrja neina lögfræðistofu um leyfi nema hann hafi ekki greitt fyrir það.
Þetta eru álíka aum rök eins og bankinn héldi því fram að enginn mætti lesa Economist á bókasafninu í bankanum nema að bankinn leitaði leyfis fyrst hjá útgefanda Economist ? Það liggur greinilega ljóst fyrir að stjórnendur bankans eru alveg skyni skroppnir og veruleikafirrtir.
![]() |
Seðlabankinn ekki dómstóll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 19:48
Hver var svona vitlaus ?
Jóhanna skipaði Svein en áttar sig nú á að fjölskylda hans á sennilega of stóran hlut í Samfylkingunni. Það veldur tortryggni. Þá neitar hún að rita undir skipunarbréfið vegna fjölskyldutengsla hans við Unni Kristjánsdóttur fulltrúa Magma í nefnd um erlendar fjárfestingar en að vísu skipuð af Samfylkingunni.
Sveinn ætlar hinsvegar í frekjukasti samt að verða formaður nefndar sem meta á lögmæti ákvarðana
eiginkonu móðurbróðurins. Þrátt fyrir að Jóhanna vilji ekki skipa hann ætlar HANN samt að verða formaður ? Hann heldur greinilega að hann sjálfur skipi nefndina ?
Held að öllum sem skilja anda stjórnsýslulaganna finnist hann vera vanhæfur og hann er vanhæfur. Ef hann fær ekki skipun þá ætlar hann samt að rannsaka málið sjálfur ? Held að þessi maður þjáist af alvarlegum ranghugmyndum um sjálfan sig og getu sína. Það á enginn eftir að taka mark á neinu sem hann lætur frá sér fara um ákvörðun Unnar þegar hún ákvað að fara í kringum lögin um erlendar fjárfestingar og leyfa Magna að fá lán frá OR til að kaupa hlutinn í HS-Orku.
Annars vekur fréttin spurningar um hvernig stjórnarráðið sé rekið ? skipa allir sig sjálfir í nefndir Jóhönnu ?
![]() |
Vill ekki skipa Svein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2010 | 13:22
Á kostnað ríkissjóðs
Ferðalagið var auðvitað allt á kostnað ríkissjóðs undir því yfirskyni að verið væri að taka þátt í Íslendingadeginum í Gimli. Þetta er alþekkt bragð ríkisstarfsmanna til að láta Ríkissjóðs borga fríið.
Raunar er vonandi að hún hafi haft gott af fríinu og séð að það eru til svæði í veröldinni þar sem íslendingar eða fólk með íslensk gen ráða við rekstur.
Þetta er eina málið á forsætisráðherraferli Jóhönnu þar sem hún krefst þess að jafnt sé látið ganga yfir alla.
![]() |
Hafnaði boði um forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2010 | 11:43
Ekki gott ?
Efalaust er hún hæf eftir ráðningarlögum kerfisins. Held hinsvegar að betra hefði verið að auglýsa að nýju en það er mín skoðun að þarna hefði '' nýr vöndur'' verið heppilegur. Fjölmiðlar t.d. nenna ekki að hlusta á Ástu og í þjóðfélagsumræðunni hefur hún haft lítið fram að færa. Þá held ég að hún verði föst í gamla farinu sem umboðsmaður bankanna. Þá hefur hún ekki sýnt sig að vera abstrakt eða hugmyndarík.
Þetta kemur svo sem allt fram í fréttatilkynningunni að hún sækir um af því hún hefur '' áhuga á að sinna því ( starfinu )'' og telur sig hafa '' reynslu''. Umboðsmaður skuldara er hinsvegar alveg nýtt embætti og á að hjálpa öllum skuldurum. Líka fólki með kúlulán á prívat kennitölu. Vonandi hefur Ráðherrann vit til að ráða duglegan aðstoðarforstjóra annars verður embættið andvana fætt.
![]() |
Ásta skipuð umboðsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2010 | 23:50
Á að auglýsa
Vonandi sér hún líka að sér og segir nei, hefur vit fyrir Ráðherranum þannig að starfið verði auglýst.
Það er það eina rétta. Ég óttast hinsvegar að svo verði ekki og hún þiggi starfið.
![]() |
Ástu boðið starfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 15:18
Endar í 50 milljörðum og fer í sögubækurnar
Allt hófst þetta verkefni af því R listafólk þurfti að losna við Stefán Hermannsson frá borginni. Í skilnaðargjöf varð að finna honum verkefni. Það verkefni var tónlistarhúsið. Auðvitað spilaði inn í þörfin til að ala Aðalverktaka og gróðavon Landsbankamanna. Eftir hrunið snérist málið um að koma gleri Ólafs Elíassonar upp því að búið var að borga það í Kína og hvergi hægt að nota það nema hér á hinni meintu Hörpu.
Húsið hentar hinsvegar illa fyrir allt sem það er hugsað, salir of stórir eða of dýrir og því takmarkaður markaður fyrir það til tónleika og ráðstefnuhalds. Leiga fyrir salinn verður ekki undir milljón á kvöldi. Engin arðsemi er fyrir ráðstefnuhald á því verði né heldur tónlistarhald. Þetta hús verður aldrei arðbært fyrr en það hefur farið á hausinn þrisvar.
Síðast en ekki síst þá er það strax orðið fagurfræðilega úrelt og á ekki eftir að standast tímans tönn. Þetta hús verður rifið innan tuttugu ára og í staðinn kemur eitthvað betra ( vonandi ).
![]() |
Galli í hluta glerhjúpsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 22:04
Auglýsa að nýju.
![]() |
Leita að staðgengli Runólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2010 | 21:57
Runólfur losar sig við Árna Pál
Runólfur var á margan hátt málefnalegur í kvöld og nefndi sem ástæðu að hann gæti ekki gegnt embætti Skuldara verandi með lík í lestinni og átti þá við Ráðherra bankafélagsmála. Árni er auðvitað vindbelgur og er margsaga og tvísaga í öllum málum og sá eftir að hafa ráðið Runólf. Embætti skuldara er mest bara fréttatilkynning og því miður er embættið áhrifalaust eða áhrifalítið. Sennilega alveg eins áhrifalítið og fíni Félagsmálaráðherrann vildi því hann hefur lengst og mest barist gegn því að bankaræningjarnir axli ábyrgð og hefur látið heimilin ein sæta kvölinni.
Raunar furðulegt að Félagsmálaráðherrann skyldi vilja standa með Ingva Erni í pólitískum slag en ekki Runólfi sem er þó að einhverju leyti með fæturna á jörðinni. Var á þeirri skoðun að hvorki Ásta Sigrún né Runólfur væru góð fyrir þetta embætti. Runólfur aðallega fyrir tengsl hans við Ráðherra '' Félags''mála. Því fyrst honum hefur ekki tekist að koma viti fyrir Ráðherrann á einu ári sem stjórnarformaður Gissurar Péturssonar ehf ( Vinnumálastofnun ) þá er hvort eð er borinn von um að honum takist að koma vitinu fyrir hann sem Umboðsmaður skuldara.
Vonandi gerir Ráðherrann það eina rétta og auglýsir starfið aftur. Þangað til nýr finnst þá væri ráð að setja Sigurð Líndal í embættið eða Stefán Már Stefánsson professor emeritus en Stefán kann að tala máli skuldara og báðir eru þeir vammlausir menn.
![]() |
Umboðsmaður skuldara hættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2010 | 13:05
Þórólfur bróðir hæfastur
![]() |
Vissi að Runólfur tapaði fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.8.2010 | 11:38
Tvísaga
![]() |
Styðja ekki björgun bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar