11.2.2012 | 00:02
Leggja þau niður.
Sannleikurinn er auðvitað sá að sveitarfélögin eru tímaskekkja og dýr brandari á Íslandi. Svona óþarfa milliliður og ef hinn almenni borgari væri spurður þá vill hann alveg örugglega leggja niður þetta ónýta, tilgangslausa og getulausa stjórnsýslustig í landinu. Tilgangur þess er sá einn að flækja aðgengi almennings að þjónustu eftir reglum sem löggjafarvaldið setur og illu heilli eru lögin um þjónustu sveitarfélaganna sett af fólki sem kemur að þriðjungi úr stétt sveitarstjóradólga.
Vilja breyta skipan á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 13:05
Engar lýðræðisumbætur.
Sorglegt fyrir íbúana þar.
Vel hægt að jafna ágreininginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2012 | 21:17
Fjölskylduerjur ?
Af því sveitarfélögin og Kópavogur eru vagga spillingarinnar á Íslandi og besti '' grunn'' skólinn í henni er þar þá spái ég því þegar allt er komið fram að traustleysið snúist annað hvort um hégóma eða peninga eða bæði.
Það er auðvitað illa farið með fé skattborgaranna að halda úti þessu ónýta millistigi í stjórnsýslunni sem sveitarfélögin eru hér á landi. Til þess eins fallið að tryggja borgurunum réttleysi og vonda eða enga þjónustu.
Bæjarstjóri nýtur ekki trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2012 | 10:43
Sameinist um listabókstaf .
Nýju framboðin sameinist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2012 | 19:12
Marcos fjölskyldan á Akureyri
Að vísu hafði hann skroppið talsvert saman eftir að S og D-listi höfðu skafið Bæjarsjóð að innan með skuldsettri yfirtöku. Marcos fjölskyldan sótti ættingja til að vinna sem bæjarstjóri á Akureyri.Þá skipar fjölskyldan öll helstu embættin í þessum 15 þúsund manna bæ.
Nú hefur Marcos fjölskyldan ákveðið að ráða framkvæmdastjóra að Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og gerir það á grundvelli persónuleikaprófs.Það er óneitanlega dálítið frumlegt hjá þeim í viðleitninni til að láta þessa ráðningu líta faglega út.
Enn og aftur vil ég óska Akureyringum til hamingju með að hafa kosið Marcos fjölskylduna til valda því það afhjúpar svo vel spillinguna sem tíðkast á sveitarstjórnarstiginu.
Gagnrýnir ráðningu Þorvalds Lúðvíks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2011 | 19:34
Norður-klíkan fær það óþvegið.
Látinn víkja vegna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2011 | 19:27
AGS strákarnir höfðu betur
Steingrímur verður atvinnuvegaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 12:48
Verður Samherji sjálfur ráðherra ?
Bankarnir og tryggingarfélögin hafa átt tryggan vin í Árna Páli svo sennilegast er búið að tryggja velferð banka og tryggingarfélaga til næstu framtíðar. Má svo sem segja að óþarfi sé að halda úti ráðherrastarfi í kringum þetta því frumvörpin hafa hvort eð er verið samin í bönkunum eða á skrifstofu tryggingarfélaganna.
Sama má auðvitað segja um Jón Bjarnason en hann hefur að vísu aðeins verið að rembast við og smábátar hafa fengið örlítinn kvóta en nú er sennilegast að ráðherra Samherja í ríkisstjórninni verði starfsmaður fyrirtækisins á Alþingi Hr. Björn Valur Gíslason. Steingrímur sjálfur er sennilega á útleið og fer sennilega að vinna í útlöndum fyrir AGS en það eru mörg þjóðfélög sem á eftir að eyðileggja og þessi markaðsmaður AGS númer 1 getur örugglega orðið ráðgjafi á þeirra vegum. Engum hefur áður tekist að selja stefnu AGS sem vinstri stefnu. Þá hefur hann þegar tryggt sérhagsmuni sína tryggilega á síðustu þremur árum.
Ekki sami maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2011 | 02:00
Hann aftur ?
Ef hann segir að þetta sé upphlaup þá er örugglega einhver skítadíll á bak við samninginn.Varið ykkur Reykvíkingar því nú á greinilega að gefa verðmæt lóðarréttindi undir því yfirskyni að verið sé að selja Perluna eingöngu.
Skipulagsstjóri Reykjavíkur verður engin fyrirstaða því hún er sjálfsali fyrir sérhagsmunina, klíkuskapinn og menningar og skipulagsleysið í bænum. Þess vegna var hún auðvitað ráðin.
Ástæðulaust upphlaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2011 | 14:24
Ranghugmyndir.
Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Árna Tómasson um árin þrjú sem hann hefur verið '' de facto'' eigandi Glitnis og Íslandsbanka. Starfið hefur skilað honum og fjölskyldu tæpum milljarði í tekjur s.l. þrjú ár.
Inntakið í viðtalinu eru frásagnir hans um eigin '' hetjudáðir'' í starfinu en viðtalið er keimlíkt viðtali sem Fréttablaðið átti við Lárentsíus Kristjánsson skilanefndarformann í Landsbanka. Sá var einmitt skipaður vegna þess að hann var í stjórn Vöku með Jónasi Fr. og bankastjórnendum hinna föllnu banka. Árni var skipaður vegna þess að hann hafði kennt þeim öllum endurskoðun og tilheyrði hinum helmingaskiptaflokknum.
Sagan um að íslensk fyrirtæki hefðu verið sett í gjaldþrot ef Árna hefði ekki tekist að semja við Seðlabankann í Evrópu er auðvitað hugljúf en hefði aldrei orðið jafnvel þó að kröfuhafar hefðu krafist þess því ríkisvaldið hefði aldrei látið það líðast enda eigendur hinna íslensku fyrirtækja gamlir klíkukallar sem eiga fyrirtæki sem eiga þingmenn og áttu.Þetta eru því ranghugmyndir hjá Árna um hvernig framvindan hefði orðið.
Misstu næstum fyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 1272
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar