Eftirsjá að Morgunblaðinu

Það verður eftirsjá að Morgunblaðinu því sennilega hættir það að koma út í janúar nema bankinn vilji taka annan snúning með Árvakur. Morgunblaðið er komið í sömu stöðu og Þjóðviljinn var í á sínum síðustu dögum fyrir meira en 20 árum. Blaðið er nú aðeins lesið af þriðjungi landsmanna og er númer 2. Reynslan frá Bandaríkjunum kennir að blaðið muni lognast útaf eða verða hluti af Fréttablaðinu. Sennilega ber markaðurinn ekki nema eina pappírsferð á morgnana. Þetta verður líka áfall fyrir pappírsiðnaðinn í Noregi ( ? ) en ég  veit að samdráttur í dagblaðaútgáfu hefur haft talsverð áhrif á efnahag finnskra pappírsútflytjenda.
mbl.is Lestur blaða minnkar milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það verður alltaf grunnur fyrir einu dagblaði á landinu sem kemur allavegann oftar en 4 sinnum í viku.Netið kemur aldrei til með að drepa niður markpóst (ruslpóst) því auglýsendur vilja að fólk fái eitthvað áþreifanlegt í hendurnar með öðrum orðum treysta meir á pappírinn en netið. Skoðanaskipti og pólítískar umræður eru að færast hinsvegar á netið.Eins og núna í þessum orðum.

Hörður Halldórsson, 10.11.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Auk þess er fólkið  yfir fertugt vanafast ,(sá hópur les aðalega blöðin )og ætti markaðurinn fyrir eitt blað að byggjast á því.

Hörður Halldórsson, 10.11.2009 kl. 13:57

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held það sé alveg rétt hjá þér. Ef þú leggur saman Moggann og Fréttablaðið þá færðu blað sem er frá 64 síðum og upp í 134 síður. Það er blað eins og Mogginn var árið 2001. Auglýsingamagn hefur því minnkað um Tímann, Þjóðviljann og DV á 20 árum og áskrifendamarkaðurinn hefur skroppið saman um 55.000 til 60.000 áskrifendur.

Einar Guðjónsson, 10.11.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 980

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband