Gengur ekki hnífurinn á milli þeirra

Fína fólkið er búið að vera duglegt í dag. Fyrst voru þeir saman að drekka kaffi í tughúsinu og þaðan fóru þeir í Ráðherrabústaðinn til að drekka meira kaffi. Nú eru þeir að fara þaðan og næsta frétt verður

örugglega um að þeir hafi hist í þriðja sinn á barnum á Borginni. Svona til að geta skrifað yfirvinnu fyrir að fara yfir stöðugleikasáttmálann ??  Er ekki rétt af þeim að koma bara hreint fram og stofna bara fyrirtæki um þetta samstarf sitt ?? Þeir virðast bara reka VSÍ og ASÍ eins og hvert annað fyrirtæki.


mbl.is Vaxtaákvörðun á morgun markar straumhvörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti þessi Gylfi ekki stofnað eignarhaldsfélag á Tortola sem siðan kaupir bæði Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið og sameinaði þau undir nafninu Stöðugleiki holding Ltd.  Fyrirtækið mundi sérhæfa sig i stöðugleikaþjónustu fyrir fjármagnseigendur þannig að útistandandi kröfur vaxi alltaf sama hvað af þeim er borgað.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 19:55

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held það væri betra að viðhalda gömlu félögunum því Gylfi kemur bara nálægt skattlausum félögum. Þess vegna er hann forseti ASÍ sem eins og kunnugt er nýtur víðtæks skattfrelsis...

Einar Guðjónsson, 23.9.2009 kl. 20:28

3 identicon

Ok. þessi vaxtaákvörðunardagur skiptir þá sköpum. Hvað ef Már Guðmunds. lækkar ekki vextina? Þá er baráttan væntanlega töpuð fyrir Gylfa Arnbjörnsson. Er þá nokkuð annað fyrir mannin en að segja sig frá verkinu? Hætta sem leiðtogi ASÍ? Það er fullreynt með milljón krónu formanninn ef vextir á morgun fara ekki í 9,9% eða þaðan af minna. Hann er búinn að gefa þetta út sjálfur. Jafn gott að fjölmiðlamenn verði þá á vaktinni eftir hádegið þegar Seðlabankinn verður klár með vextina og hermi þetta upp á Gylfa.

joi (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:38

4 identicon

Af hverju drullast ekki þessi einskis nýta ASÍ forusta að fara frá,þetta eru bara undirlægjur þessarar ömurlegu gerfi ríkisstjórnar.

magnús steinar (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband