Jákvætt en...

Þetta er eitthvað skrítið að  Óskaberg ehf skuli hafa stofnað fyrirtækið Völundarverk en hugmyndin er að láta atvinnuleysistryggingasjóð greiða kaup fyrir uppgerð á þessum nýbyggingum í gömlum stíl og uppgerð á Gröndalshúsi. Á m.a. að kenna þeim viðurkenndar aðferðir við að gera upp gömul hús. Með þessu er um leið tekin vinna frá fjölmörgum iðnaðarmönnum sem hafa EINMITT sérhæft sig í að gera upp gömul hús. Nú verða þeir atvinnulausir og tapa niður æfingu. Mér finnst þetta því arfavitlaus hugmynd. Miklu betra hefði verið að bjóða verkið út til þeirra sem hafa sérhæft sig í uppgerð og eru nú án verkefna.
mbl.is Völundar í endurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið viðvarandi mikill skortur á iðnaðarmönnum sem sérhæfa sig í að geru upp gömul hús. Hér á landi hafa verið hlutfallslega færri iðnaðarmenn sem kunna þessa iðn í löndum í kringum okkar.  Það hefur verið ljóst í mörg ár að úr þessu þyrfti að bæta til þess að losna við það fúsk-yfirbragð sem hefur verið eitt helsta kennileiti Reykjavíkur.

Það er líka nauðsynlegt að halda því til haga að þeir sem hafa atvinnu af viðhaldi og endurbyggingu eldri húsa hafa ekki lent í jafnmiklum verkefnaskorti og þeir sem hafa fyrst og fremst verið að vinna í nýbyggingum.  Þarna er um að ræða alveg sitthvort verklagið og þess vegna þurfa menn oft á endurmenntun að halda til þess að verða samkeppnishæfir.

 Þarna er því verið að bjóða upp á endurmenntun fyrir akkúrat þann hóp iðnaðarmanna sem er að upplifa mest atvinnuleysi í dag.  Verkefnin sem á að ráðast í eru allt verkefni á vegum borgarinnar, og sjálfsagt og eðlilegt að borgin ákveði sjálf hvort hún eltist við fagmenn sem eru langt í frá verkefnalausir eða taki atvinnulaust fólk upp á sína arma.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Veit fyrir víst að Óskaberg ehf hefur hætt við að efna samning við vana menn. Það er ekki ´´ sjálfsagt og eðlilegt að borgin ákveði sjálf hvort hún eltist við fagmenn sem eru langt í frá verkefnalausir eða taki atvinnulaust fólk upp á sína arma´´.

Í landinu gilda stjórnsýslulög og því á að ráða fólk eftir auglýsingu og eða tilboði sem er öllum opið. Borgin á frekar að styrkja einkaaðila til endurbóta og uppgerðar. Þeir fá sér meistara og fagmenn og úr því verður til þekking. Í tilfelli Völundarverks er ekki um að ræða að gera upp hús nema í tilfelli Gröndalshúss og

hugsanlega í tilfelli Laugavegar 4 til 6. 

Einar Guðjónsson, 15.9.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 940

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband