Hafa gott af að komast í SPOR skuldaranna

Það er gott  fyrir starfsmenn SPRON að kynnast því að vera skuldaramegin í viku eða tvo. Annars er s.k. slitafélög banka og sparisjóða einhver einkennilegustu þrotabú fyrr og síðar.Þannig voru starfsmönnum bankanna greidd ofurlaunin áfram í uppsagnarfresti enda þótt komið hefði á daginn með þrotamálunum að aldrei var nokkur grundvöllur fyrir þessu háa kaupi nema ef vera skildi eiturlyfjasala. Að minnsta kosti stóð starfssemi bankanna aldrei undir þeim. Starfslokagreiðslur á ofurkaupi, bílafríðindi og fleira hélt áfram hjá þeim sem það höfðu. Áfram eru þrotakóngarnir í bönkunum á aðeins lægra kaupi en áfram á góðu kaupi samt þó að reksturinn sé í blússandi mínus.Iðulega áfram að berja á fyrirtækjum og skuldugum heimilum sem var ekki bjargað af því þau voru ekki bankar.Þá er líka fjöldi af einyrkjum sem fær engar bætur og ekkert bankakaup og skólafólk

líka. Áfram fá hinsvegar bankamenn sérmeðferð. 


mbl.is Launalausir vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get nú ekki alveg tekið undir þetta, stærsti hluti starfsmanna bankanna voru ekki á ofurlaunum  t.d þjónustufulltrúar, gjaldkerar, símaver, ræstitæknar, þeir sem að skrifa út greiðsluseðla (hver sem starfstitillinn er við það :) ) o.þ.h

Án þess að geta fullyrt það er ég viss um að innan við 10% bankans hafi verið á ofurlaunum. (Enda ofurlaunin bundin við einstaka einstaklinga og e.f.t.v klíkuskap)

Er alveg viss um að þetta fólk hafi ekki verið á ofurlaunum, með bílafríðindi osfrv. Heldur er þetta bara venjulegt fólk sem að á eflaust í basli við að borga af sínum lánum og lifa eins og mjög margir í þessu þjóðfélagi í dag.

Hitt er annað mál að ég óska engum að vera í erfiðri fjárhagslegri stöðu hvort sem að það er minn versti óvinur, Jón Ásgeir eða bara einhver annar

Eigum ekki að leyfa þessu ástandi að gera okkur bitur út í annað fólk heldur brosa og reyna að sína samúð og vinsemd í garð annara, en ekki óska öðrum illt eða hugsa "gott á hann" þegar að maður heyrir af óförum annara eins og t.d starfsmönnum Spron

Solla Bolla (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:29

2 identicon

Hver getur óskað fólki svo illt???? Flest þetta fólk ber ekki sök á hvernig komið er fyrir öðrum. Ætla ég að fullyrða það að 90% af fólki sem hefur ekki getað greitt skuldir sínar í fortíð og fengið "slæma" útreið, var fólk sem gerði sér þetta algjörlega sjálft- það þurfti ekki neinn þjónustufulltrúa til þess að hjálpa sér. Ég er ekki að tala um daginn í dag- enda er hér um að ræða SPRON og það hefur ekki verið starfandi í smá tíma.

Hin 10% eru fólk sem hafa misst vinnuna, af heilsufarsástæðum eða hefur ekki fengið greidd laun. Allir þeir starfsmenn sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, taka ávallt tillit til þess þegar reglufólk lendir í vandræðum í smá tíma.

Oooog... leyfir mér að fullyrða að flestir í SPRON voru ekki á þessum ofurlaunum. Það vita það flestir að það voru bara örfáir í hverju fyrirtæki sem gáfu starfsmönnum smá smakk af kökunni og átu hana svo sjálfir.

Gestur (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Get alveg tekið undir með ykkur en það breytir ekki þeirri staðreynd að starfsfólk bankanna fékk algjöra sérmeðferð við gjaldþrot þeirra og kaup út uppsagnartíma.Öfugt við t.d. starfsmenn annarra fyrirtækja sem fara á hausinn.Það fær ekkert kaup og þarf að sækja það í gegnum stéttarfélag sitt til atvinnuleysistryggingasjóðs. Það hefur ekkert komið fram um að starfsmenn SPRON hafi verið á á lágu kaupi. ´´Það gerði sér þetta algjörlega sjálft´´ Bankarnir hérna

eru og voru bara okurbúllur og ekki einu sinni þeir gátu borgað með rekstri sínum álíka vexti og þeir buðu kúnnunum. Það var auðvitað ekki starfsmönnunum að kenna að stjórnmálamenn og aðrir stofnfjáreigendur átu SPRON innan frá.Hitt er

annað mál að rekstur SPRON hafði verið í bullandi tapi lengi og því hefði þurft að fækka starfsfólki niður í 10 manns fyrir meira en áratug. Sama gildir um aðra banka í landinu.Ef þeir eiga að geta boðið almenningi hér þolanlega vexti þá verður að fækka starfsmönnum í bankageiranum um 2000 til 2.500. starfsmenn.

Einar Guðjónsson, 2.7.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 910

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband