Vonandi dregst hann ekki í spillingardýkið.

Hvergi hefur verið meiri spilling í stjórnmálum en einmitt á sveitarstjórnarstiginu. Reykjavík og Kópavogur hafa verið í fararbroddi á landsvísu en skammt á eftir hafa komið stærstu smábæjirnir eins og Reykjanesbær, Akureyri og Skagafjarðarsveit.

Undanfarið ár hefur almenningur verið upptekinn af að horfa á spillinguna sigla áfram þöndum seglum á landsstjórnarstiginu og það áhorf hefur dálítið bjargað sveitarstjórnarstiginu. Í Reykjavík hafa stórfyrirtæki í verktakastarfsemi átt meiri hluta af sveitarstjórnarmönnum undanfarin ár. Þá hefur hvergi verið farið eins illa með fjármuni skattborgaranna á sveitarstjórnarstiginu og  forystumenn í Reykjavík ( og víðar ) hafa komist upp með að fara ránshendi um borgarsjóð í nafni vinavæðingar.

Í raun hefur þjónustan í Reykjavík eiginlega staðið í stað í áratugi. Stöðugt stríð við kennara, leikskólakennara og íbúana hefur verið  aðalsmerki embættismanna og borgarfulltrúa í Reykjavík. Á sama tíma hafa borgaryfirvöld fengið rýmri og meiri skattáskriftartekjur af íbúunum og þannig aldrei þurft að sýna nokkra ábyrgð í fjármálum. Þegar reksturinn hefur verið kominn í bull  þá hafa borgarstjórarnir bara gabbað sig inn á þing og reddað sveitarfélaginu einhverjum skítadíl. Einhverjum lögum sem björguðu málinu.

Raunar hefur sá háttur hér að kjósa borgarstjórann  inn á löggjafarþingið stórskaðað lýðræðið í landinu. Á sveitarstjórnarstiginu  hafa menn lært lýðræðishallann, eru að vasast í öllu, framkvæma, setja reglur, á kafi í vinavæðingunni og vita iðulega ekkert um þrískiptingu ríkisvaldsins. Hafa bara aldrei heyrt á hugmyndina minnst. Við sjáum hvert þjóðfélagið hefur ratað ( með okkar hjálp ) eftir samfellda veru sveitarstjórakónga í Stjórnarráðinu. Allt frá Davíð til Ingibjargar í gegnum Kristján Þór, Guðbjart, Gunnar Bé, Guðlaug, Björn B, Svandísi svo fáeinir sveitarstjóradólgar í Ríkisstjórn séu nefndir.

Í Reykjavík er spillingarfjall og það verður erfitt fyrir Hjálmar að ganga á það fjall og fáar eða engar vörður á leiðinni. Hvað tekur svo við hinumegin veit engin en kannski bara spillingardýki ?

Er sjálfur á þeirri skoðun á leggja eigi sveitarfélögin niður í þeirri afkáralegu mynd sem þau eru núna. Í Reykjavík á bara að vera tryggingasamlag, skólasamlag og sorphirða. Það gæti lækkað     skattana um 70% án þess að borgarbúar finndu nokkurn mun á þeirri þjónustu sem mætir þeim. Um öll stærri mál væri hægt að kjósa rafrænt.


mbl.is Hjálmar í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 898

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband