Bresk sveitarfélög rekin af smá viti í samanburði við íslensk

Eftir þessu að dæma virðast bresk sveitarfélög ekki hafa verið í umsvifamiklum bullrekstri eins og íslensk sveitarfélög. Þau virðast hafa átt sjóði og því miður lagt þá inn á eftirlitslausa íslenska banka. Sennilega  hefur svo Glitnir lánað þessa peninga í bullrekstur sveitarfélaga eins og Álftaness eða Reykjanesbæjar.
mbl.is Gera frekari kröfu á Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það getur nú varla talizt annað en bullrekstur þegar forráðamenn sveitarfélags ákveða að geyma fé í banka sem enginn þekkir frá litlu landi sem enginn þekkir en það látið ráða úrslitum að ávöxtunin sem lofað er, er miklu betri en annars staðar. Þetta er etv. svipað því sem sveitarfélag á Íslandi gerði löngu fyrir hrun, veðjaði öllu lausu fé á kaup á hlutafé í erfðagreiningarfélagi og missti það allt.

Skúli Víkingsson, 17.12.2009 kl. 11:45

2 identicon

How silly Skuli.....Don't forget that in a flood of adverts in the UK, including full page adverts in all known British newspaper, it was stated that the Icelandic Government guaranteed all deposits.......Not to talk about your rather nieve President that went on TV and backed these Banks......"You ain't seen nothing yet" he said...........Iceland was trusted then.........and well known.

Today, no one wants to go near anything that Iceland is involved with now....Oh and by the way....How come all your gangsters are still on the loose.....In any other civilised country they would be behind bars by now...

Fair Play (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sveitarfélagið Raufarhöfn sem um ræðir seldi útgerðarfyrirtækið til ÚA og notaði söluandvirðið til kaupa á hlutafé í Don Díkóda. Það átti aldrei neitt laust fé en stefnumörkunum gekk út á Raufarhöfn skyldi lifa á kauphallarbraski. Sú stefna varð svo ofan á í öllu þjóðfélaginu á þessum týnda áratug.

Bresku sveitarfélögin bera fyrir sig að íslensku bankarnir hafi haft gott lánshæfismat og Ísland hafi þá verið talið lýðræðisríki og með eftirlitsstofnanir og stjórnvöld talin óspillt. Annað kom á daginn segja sveitarfélögin. 

Einar Guðjónsson, 17.12.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ísland var ekki óþekkt land í Evrópu. Fólk hélt að við værum siðmenntuð heiðarleg þjóð og það væri óhætt að versla við okkur.  Það hélt ég líka.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.12.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Íslendingar eru óvenju gáfað, hugvitsfólk og þekktir fyrir það. Verra er með stjórnleysið í framkvæmd og siðferði þessarar þjóðar. Þess vegna er siðferðið það sem Íslendingar sem þjóð þarf að æfa til að einhver í heiminum hafi nú áhuga á því ágæta hugviti. Það býr gott fólk á Íslandi sem ekki er með siðareglur á hreinu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2009 kl. 13:53

6 identicon

Íslendingar eru upp til hópa hið besta fólk. Það var hins nokkur hópur manna í ábyrgðarstöðum sem brást því trausti sem almenningur bar til þeirra.

Verst er að stjórnmálamenn flestir eru að bregðast enn á ný í því að vernda almenning fyrir afleiðingum "gjörða"  þessara manna.

Hafþór (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 17:14

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Fair play is right

Einar Guðjónsson, 18.12.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband