Vopnaviðskipti en ekki leikslok

Þessi niðurstaða þarf ekki að vera ranglát eða andstæð lögum enda SP fjármögnun ekki einn þeirra banka sem tók stöðu gegn krónunni. Þeir voru í sjálfu sér fórnarlamb eins og lántaki í þessu máli. Við skulum spyrja að leikslokum en vafalítið verður þessum dómi áfrýjað. Þá eiga eftir að ganga dómar gegn hinum s.k. bönkum er lánuðu sjálfir um leið og þeir eyðilögðu krónuna.

Þá kemur fram í dóminum að SP fjármögnun hefur fallið frá mats og skoðunargjöldum og hækkað matið á bílnum. Áður hafa bílaleigufyrirtækin rukkað sjálf fáránlegar okurupphæðir fyrir þrif og skil og mat á verðmæti. Í þessu máli hefur ótengdur aðili metið verðmæti bílsins. Ekkert liggur fyrir um hvort hann var seldur t.d. bróðurdóttur eða syni forstjórans á matsverði svo fjölskyldan gæti hagnast í krafti spillingar eins og er svo algengt á Íslandi. 


mbl.is Gert að greiða myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar B.

Sæll Einar! 

Það er sérstaklega eitt sem ég velti fyrir mér í pistli þínum þar sem þú segir að; "Þessi niðurstaða þarf ekki að vera ranglát eða andstæð lögum enda SP fjármögnun ekki einn þeirra banka sem tók stöðu gegn krónunni"!

Var ekki Landsbankinn stærsti hluthafinn í SP fjármögnun?  Með það til hliðsjónar finnst mér þessi setning ekki rétt hjá þér.  Þessi dómur fer væntanlega fyrir Hæstarétt og vonandi verður þá allt upp á borðum en mér finnst mjög ólíklegt að hægt verði að halda bönkunum stykk fríum í bílalánum enda gengu þeir þar í fararbroddi og höfðu mikilla hagsmuna að gæta hvort sem það var í bönkunum sjálfum eða hjá dótturfélögum þeirra. 

Bestu kv., Ómar B.

Ómar B., 3.12.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ég  átti við skv. gögnum málsins. Dómarinn á bara að meta málsatvik eftir gögnum málsins og þegar dómurinn er lesinn þá er framkvæmdastjórinn sakleysið uppmálað

og þá kemur fram að LÍ átti 51% í SP. Jafnframt veikir það málstað þess sem okrað var á að hann tók það hjá bílasalanum. Þá virðist málið hafa verið fært þannig í bókum SP and þeir fengu lán hjá LÍ í jenum og  lánuðu það áfram. Auðvitað verður málinu áfrýjað. Tapist það þar hefjast skaðabótamál gagnvart eftirlitsstofnunum og svo.frv. 

Að mínu vit er ekki hægt að líkja þessu láni við íbúðalánamál bankanna. 

Einar Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband