Allir á sjálfstýringunni

Þarna hafa kjósendur kosið leikaramyndina sem þeir höfðu séð oftast. Allir á sjálfstýringunni og kusu húsvörðinn í blokkinni, húsvörðinn sem gerir ekkert nema að fá 2.000.000. í mánaðarlaun. Sýnir hve kjánalegt og hvað mikið bruðl felst í þessu óþarfa stjórnsýslustigi sem sveitarfélögin eru. Telji menn landsmálastjórnmálin spillt þá komast þau ekki með tærnar þar sem sveitarfélögin hafa hælana.
mbl.is Ásgerður sigraði á Nesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki í lagi heima hjá þér !

RSR (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 23:16

2 identicon

Hva...? ertu eitthvað tapsár? Gummi á bara eftir að sanna sig. Hann hefur ekkert verið að gera fyrir Nesið. Ásgerður er búin að vera sýnileg í bæjarpólitíinni og ekki síst í boltanum, bæði handbolta og fótbolta og bara íþróttum yfirleitt og hefur virkilega verið að sýna sig þar sem fulltrúi Seltjarnarness.  Hún er bara verðug þess að vera íþessu embætti - allir bara glaðir!

Soffía (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ef að íbúar á Seltjarnarnesi vilja hafa klappstýru sem kostar þá þrjátíu milljónir á ári

eða 16.000. kr á hvert mannsbarn í bænum á ári, þá þeir um það. Miklu ódýrara fyrir þá að ráða bara verktaka til að skúra á bæjarskrifstofunnni vikulega fyrir 16.000. á viku eða um 800. þúsund á ári. Sjá menn torfufellsblokkina ráða húsvörð fyrir 30 milljónir í árslaun ?? Nei, alveg örugglega ekki. Vona bara að reikningurinn verði ekki sendur ríkinu þegar Seltjarnarnes kemst í þrot. 

Einar Guðjónsson, 7.11.2009 kl. 23:44

4 identicon

og ætlaði Guðmundur að vinna kauplaust?

Soffía (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Skil ekki hvað Guðmundur kemur þessu máli við. Aðalvitleysan er að reka sveitarstjórn í kringum 1900 manna smáblokk. Það á að leggja sveitarfélögin niður enda óþarfa milliliður og spillingardýki. Algjört bull stig. en ef þú vilt eyða 100. þúsund kalli í Ásgerði þá er það mér að meinalausu en að mínu viti ættirðu bara að eyða honum sjálf.

Einar Guðjónsson, 8.11.2009 kl. 00:27

6 identicon

Okey. Þú vilt semsagt frekari sameingingu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Mér hefur einmitt fundist kosturinn við Nesið að vera hluti af smærra samfélagi þar sem er auðveldara að hafa áhrif þar sem maður hefur áhuga; í fótboltanum, golfinu, útivist, sundi, pólítík....  borga kannski minna á haus í stærra samfélagi en þar er ég líka miklu minni fiskur í miklu, miklu minni polli!

Soffía (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 00:34

7 identicon

Sameina öll sveitarfélög á Reykjavíkursvæðinu! Ein yfirstjórn, eitt skipulagssvæði. Annað er gamaldags hrepparígur sem engan veginn á við í dag.

Ólatabelgur (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 02:08

8 identicon

Soffía hljómar eins og Borat. Það er alveg sama hvað verið er að tala um og ræða hún er heima í sínum litla polli, Kazakstan Íslands. Af hverju kusu þau ekki Sigurgeir aftur ?Þau eru hvort eð er að greiða honum eftirlaun. Eftirmennirnir hafa sannað að hann var fínasti bæjarstjóri í polli Soffíu.Enginn betri í boði. Á ekki að fara að setja upp myndavélarnar á bæjarmörkunum til að fylgjast með aðkomufólkinu??

Ahmed Khan (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 02:16

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það á bara að þurka sveitarfélögin út og í staðinn komi skólasamlög og n.k. félags og almannatryggingasamlag. Sveitarfélögin eru bara dýr og óþarfa milliliður.

Einar Guðjónsson, 8.11.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband