Passað upp á ritstjórann

Þessi frétt setur ritstjóra Mbl í alheimssamhengi og á að sýna að hann hafi engin mistök gert, ekki heldur þegar hann kostaði skattgreiðendur 300. milljarða.
mbl.is 9 bandarískir bankar féllu í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég skil nú ekki samhengið í þessu bloggi þínu. Eða varstu að "fatta" að efnahagshrunið í Bandaríkjunum sé líkaDavíð að kenna?

Landfari, 31.10.2009 kl. 21:27

2 identicon

Hvað ertu að meina???  átti MBL ekki að birta þess frétt ??? Er þetta ekki nógu stórkostleg frétt til að koma henni á framfæri??

Þetta finnst mér andsk.. langt gengið í að reyna koma höggi á  fólk, jafnvel þó sá þoli nú ýmislegt,  talaandi um skítlegt eðli, maður fer nú að velta fyrir sér hver er hvað í þeim efnum.

(IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 01:47

3 Smámynd: Muddur

Já, það er náttúrulega fáránlegt að birta fréttir sem ekki fjalla um einhvað sem sé Davíði að kenna. Kannski það sé hægt að birta frétt um það að það sé Davíði að kenna að við erum með vonlausa ríkisstjórn sem ætlar að taka á sig (okkur réttara sagt) geigvænlegar skuldir, sem við VITUM nú þegar að við getum aldrei greitt, til þess eins að kaupa sér miða inn í Evrópusambandið, sem hefur einmitt sýnt það í þessu máli að það gætir fyrst og fremst hagsmuna stóru þjóðanna. Það sem gerast mun, er að við þjóðinni blasir gjaldþrot, hvort sem IceSave hefur verið samþykkt eða ekki. Munurinn felst hins vegar í því að ef við skrifum undir þennan Versala-samning, þá hafa Bretar og Hollendingar uppáskrifað plagg frá okkur um að við skuldbindum okkur til að borga þetta hvað sem það kostar, og þeir geta gengið að þeim eignum sem þeir vilja. Þetta vill Evrópusambandið, af því að það er þeirra hagur að gera okkur að öreigum svo þeir geti nýtt okkar auðlindir.

Vissulega er hægt að kalla þetta samsæriskenningu og segja að ég og aðrir sem eru að velta þessu fyrir sér séu bilaðir. En aftur á móti, ef ég hef rétt fyrir mér, þá erum við illa sett, svo vægt sé til orða tekið. Og já, þó svo að Davíð Oddsson og Geir hafi gefið einhverja yfirlýsingu um að við myndum borga þetta, þá er það á engan hátt skuldbindandi, þar sem þeir höfðu ekki umboð Alþingis til að gefa slíka yfirlýsingu. Það ættu Bretar og Hollendingar að vita, þannig að núverandi ríkisstjórn getur ekki reynt að fela sig á bak við það.

Muddur, 1.11.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 908

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband