28.10.2009 | 22:30
Hugarfar hinna gömlu hrundu banka
Þetta er alveg sama hugarfarið og keyrði hina gömlu banka í þrot. Við erum bestir og stærstir og fljótastir. Ef einhver segir eitthvað annað þá er sá hinn sami öfundsjúkur. Könnumst við ekki öll við þennan anda ?? Sama má raunar segja um auglýsingar fyrirtækja og samtaka atvinnulífsins um að þeir styðji Suðurnesjamenn í baráttu þeirra við Umhverfisráðherra ( sic ) og það eina sem ráðherrann gerði var að halda lögin í landinu. Hljómar þetta ekki eins og auglýsingar samtaka atvinnulífsins ( á bankatímanum ) um að ekki eiga að bögga bankana með óþarfa og kostnaðarsömu eftirliti ??.
Það er mér svo hulin ráðgáta hvernig ´´ hinni frábæru og duglegu íslensku stjórnsýslu´´ (eins og Össur kallaði hana á borgarafundi í ágúst ) tókst að svara spurningunum á engum tíma. Þessi sama og gat ekkert þegar bankakerfið hrundi og hafði ekki lesið tilskipunina um innistæðutryggingarnar 16 árum eftir að EES samningurinn tók gildi ?? Voru þær nokkuð lesnar ?? og var þeim nokkuð svarað nema vitlaust ??. Athugið að þetta er stjórnsýslan sem svaraði að hér væri engin spilling.
Á methraða inn í ESB? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.