24.9.2009 | 00:22
Niðurgreiddur álversrekstur ekki það sem þarf
Mörg fyrirtæki í Húsavíkurkreðsum auglýstu í útvarpi í dag´´ við styðjum Berg Elías sveitarstjóra í baráttu hans við að fá álver á Bakka ??´´Látið var með hann eins og hann væri þjóðhetja sem hefði eitthvað sérstakt sér til frægðar unnið annað en að vera með í að keyra sveitarfélög á hausinn. Gott ef
hann hafði ekki tryggt frið í mið- Austurlöndum eða fengið Nóbels verðlaun fyrir að vinna bug á krabbameini. Sennilega þýðir auglýsingin að á Húsavík er einræði og engin með atkvæðisrétt nema hinn heilagi Bergurelías, einn af sjö mestu sveitarstjóradurgum Íslands. Hugmynd um Álver á Bakka er
bara bull og verður vonandi aldrei en enginn rekstargrundvöllur er fyrir álveri þarna nema með stórkostlegum niðurgreiðslum á rafmagni og með því að mismuna öðrum fyrirtækjum með sérkjörum fyrir Álver. Alcoa elskar ekki Húsvíkinga nema fá borgað fyrir það.
Miklu betra og umhverfisvænna og ódýrara er að setja peningana sem færu í niðurgreiðslur bara beint
í gjástykki og borga svo Húsvíkingum fyrir að týna þá upp. Bara aftur og aftur. Það er líka betra fyrir náttúru Íslands, ferðaþjónustuna og Hvalaskoðunarferðirnar.
Góður fundur um Bakkaálver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr - er ánægð með "sprota"fyrirtækishugmynd þína!
Kveðja
Lilja Jóhannesdóttir - nemandi í náttúru- og umhverfisfræði við LbhÍ.
Lilja Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 00:31
Ef eitthvað er þá myndi peningatýnslan þýða fleiri störf og svo væri starfið miklu hollara. Þá má vel hugsa sér að hægt væri að nýta ferðina og týna bláber á haustin etc.
Einar Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.