Borgarstjórn öll í rugli

Óskaberg ehf og Hönnubirnurnar  ehf samþykktu í dag á fundi að selja-án þess að greiðsla kæmi fyrir- hlut

OR í HSigfússon orkufélaginu á Suðurnesjum. Eigendur OR þeir Hjörleifur og Guðlaugur ákváðu að gefa vinum sínum hlutinn en þurftu formsins vegna að fá Borgarráð til að samþykkja dílinn. Vandinn þarna er auðvitað trúverðugleiki borgarstjórnar sem er enginn. Fyrri meirihlutar hafa líka staðið að svipuðum skítadílum. Mútuviðskipti og sala á undirverði til vina og kunningja og kunningjaráðningar eru og hafa verið aðalsmerki borgarstjórnar. Háar heimildalausar greiðslur til þeirra sem flokksvélin kallar varaborgarfulltrúa fyrir verk sem ekki eru unnin. Allt er þetta miklu meira spillingardýki heldur en landsmálin. Annað hvort á að kjósa Hjörleif og Guðlaug í borgarstjórn eða að nota veturinn til að hreinsa til. 


mbl.is Heitt og rafmagnað í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.

Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt  raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.

Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.

Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.

Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG  beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.

Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:22

2 identicon

Hvað er mbl.is að birta þessa sorglegu ræðu hennar Sóleyjar Tómasdóttur.  Í gegn um árin hefur þessi kona verið atlægi/aðalshlátursefni almúgans vegna öfgafullra skoðanna sinna og getuleysis í stjórnmálum.  Hún veit ekki hvað snýr upp né niður (treggáfuð greyið) og hefur ekki kynnt sér þetta til hlítar.  Í raun fáránlegt að hlusta á þessa þvælu sem menn tyggja fram og tilbaka um þetta mál.  Ákvörðun meirihlutans er að þessu sinni er hárrétt.  Áróðursdeild vinstri manna fer hamförum en þeir eru aldrei sjálfum sér samkvæmir.  Mættu mótmæla getuleysi og aumingjaskap Jóhönnu og Steingríms þar er raunverulegir landráðamenn á ferð.

Mótmælin i dag voru dónaleg, illa hugsuð og hópur af illa gefnu fólki sem þráir athygli

Baldur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Veit ekki hvort  úrskurði var áfrýjað, held þó ekki, Hefði verið hægt að biðja um lengri frest. Það hefði líka verið hægt að dreifa hlutnum á alla íbúa á veitusvæði.

Fyrsta vitleysan er þó sú að eigendur OR; ÓSKABERG ehf ( áður ALFREÐ ehf ) og

Hönnubirnurnar ehf ásamt eignarhaldsfélagi Hjörleifs Kvaran. Man reyndar aldrei hver á hvað í hverjum af þessum fyrirtækjum sem eiga ekkert í OR en ráða samt fyrirtækinu. Þetta fólk allt á bakvið þessi félög gat alveg sagt sér að kaupin væru óráð og að með þeim væru þau að brjóta Samkeppnislögin. Þau voru auðvitað orðin svo góðu von og héldu að þau réðu lögunum. Stálu eiginfé SPRON án þess að lögregla segði neitt.Svo kom hrunið og þá kom fram krafa um að lögin næðu líka yfir þetta fólk og farið var í að framfylgja þeim. Staðan núna er sú að  Hjörleifur kostaði borgarbúa á annan milljarð.

Einar Guðjónsson, 16.9.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband