3.9.2009 | 16:07
Veiðileyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki
Kröfuhafar gamla Kaupthings fá með þessu samkomulagi veiðileyfi til að vaxtaokra á almenningi og íslenskum fyrirtækjum. Hér er örugglega um að ræða þá sem keyptu skuldabréf á gamla Kaupthing með miklum afföllum.Sjá nú tækifæri í að ná góðri ávöxtun með leyfi Gylfa fógeta til að okra á almenningi. Hvergi í veröldinni greiða fyrirtæki og almenningur aðra eins vexti. Þetta á líka eftir að þýða
fjölda uppsagnir hjá Nyja Kaupthingi. Örugglega verður fækkað um a.m.k. 500 manns og þá verður nýji bankinn blússandi arðbær enda alltaf gefist vel að okra á vöxtum.
Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Biddu bíddu ... afhverju ættu þeir að gera það ?
1. Þeir eru í samkeppni við Íslandsbanka og Landsbanka
2. Viðskipti munu minka með okri ?
Væri ekki nær að þeir myndu vilja að viðskipti myndu aukast og að íslensk fyrirtæki dafni ? Það yrði þeirra gróði að lokum og því held ég að hóflegir vextir séu alltaf af hinu góða.
Brynjar Jóhannsson, 3.9.2009 kl. 17:14
Um er að ræða menn sem gera út á skammtímagróða.keyptu skuldabréfin á 1% af
nafnverði og eru ánægðir ef þeir ná 500 % álagningu og það vilja þeir gera hratt og fljótt.
Einar Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.