Þýfinu skilað ??

Er ekki sáttur við þessa orðanotkun ´´afskriftir ´´ í þessu samhengi. Um er að ræða ólögmæta auðgun

banka sem vannst fyrir tilverknað þeirra sjálfra. Með því að ráðast gegn krónunni og kollkeyra efnahagslífið. Allt fór þetta fram með vitund og vilja hrunstjórnmálamanna eins og ISG, Haardemans og Björgvins G. Síðan í október hefur ríkisstjórnin setið á þýfinu og hefur ætlað að stofna nýja banka með því. Hún hefur stært sig af að sitja á þýfinu og þegar gengið er eftir því að því sé skilað þá talar

ríkisstjórnin um afskriftir. Þetta eru hugmyndir um að ríkisstjórnin taki sig á og hagi sér eins og vandaður maður og skili þýfinu. Ekki er um að ræða neinar afskriftir, þær eiga sér stað við venjulegar ófyrirséðar aðstæður örfárra lántakenda í þjóðfélögum þar sem er ríkisstjórn með siðferðisþrek. Ekki í landi þar sem ríkisvaldið  hefur gert siðblinduna að sínum helsta bandamanni. Að minnsta kosti hingað til. Kannski er að verða breyting á því ? 


mbl.is Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sanngjörn leiðrétting kostar engan neitt, gagnstætt því sem margir virðast halda! Þegar lán hækkar úr 20 milljónum upp í 25 milljónir, þá "eignast" bankinn 5 milljónir án þess að hafa lagt fram nein verðmæti á móti. Bankinn er þ.a.l. ekki að tapa neinu þó hann afskrifi hækkunina. Til að taka hliðstætt dæmi, ef ég vinn 5 milljónir í lottóinu og gef þær til góðgerðamála (læt þær renna aftur til samfélagsins), þá kostar það mig ekki krónu á heildina litið, nema upphaflega kaupverðið á lottómiðanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það eru bara þjófsnautarnir sem halda því fram að þetta kosti eitthvað. Ríkisstjórnin og Ingibjörg Ingadóttir halda því fram en planið var að stofna hina nýju banka með þýfinu og selja síðan einkaaðilum þýfið í fyrirsjáanlegri framtíð

Einar Guðjónsson, 25.8.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband