Til hamingju Reykvíkingar

Íbúar á svæðinu reyna að koma í veg fyrir að Borgarstjórnarmeirihluti EYKTARBAUGSÞGVERKTAKA breyti

glæsilegum húsum í 50 litlar rottuholur. Þarna stendur ekki til að nýta íbúðir til útleigu til ferðamanna.Heldur stendur til að skipta húsunum upp í 50 rottuholur. Verktakarnir hafa greitt peninga í vasa borgarfulltrúanna og í kosningasjóði þeirra og ætlast til að fá eitthvað í staðinn.Þeir sem eiga að bera kostnaðinn eru íbúar á svæðinu. Hef sjálfur ekkert á móti því að þarna verði íbúðir í takt við húsinu. Kannski 7 til 15 með því að nota húsin sem fyrir eru eins og þau eru teiknuð. Þá kæmi ekki að sök þó einhverjar þeirra yrðu leigðar ferðamönnum stöku sinnum eins og gengur.

Hér á hins vegar að breyta notkun á einum elsta skipulagða byggðareit í bænum sem markast af  Spítalastíg, Bergstaðastræti, Grundarstíg og Bjargarstíg. Á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis var áður skrúðgarður. Hann var malbikaður fyrir kannski 30 árum en í fyrra var svo flutt þangað hús af Hverfisgötu svo sveitarstjóradólgarnir gætu reist stóra kassabyggð þar( sem kom svo aldrei). Þessi reitur var skipulagður sem íbúabyggð árið 1904 ( ? ) og í miðju hans er skjólreitur og leiksvæði. Hugsaður fyrir grasbíta , hænur og fl. Nú stendur til að byggja þar og búta jafnframt önnur hús niður í holur. 80 fermetra íbúðarhæð verður að þremur 25 m2 holum og svona koll af kolli.

Áður var ráðist í svona verkefni undir því yfirskyni að húsin væru orðin ónýt. Nú á að ráðist í verkefnið og afsaka það með því að nú vanti verkefni.

Borgin fær líka  í augun. Hótelíbúðir skila miklu hærri gatnagerðargjöldum og 6 sinnum hærri fasteignasköttum og engin þjónusta kemur á móti: engir skólar né neitt slíkt vesen. Álagið lendir ekki á Júlíusi Ingvarssyni ( sem vel að merkja ætti að hafa taugar til svæðisins en forfaðir hans Lárus Hómópati var  í hópi fyrstu íbúa á reitnum).

Til hamingju Reykvíkingar með að í borginni búi fólk sem mótmælir svona bulli og ber hag sögunnar og skipulagsins fyrir brjósti. 


mbl.is Settu upp mótmælaskilti við byggingarreit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Því miður virðast þau skötuhjú ekki einu sinni hlusta á útvarp af og til. T.d. Ólaf

Egilsson í Speglinum á Rúv  eða Jón Baldvin í gær á milli 11 og 12

Einar Guðjónsson, 23.8.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband