9.8.2009 | 15:05
Bara einn starfsmaður í Seðlabankanum.
Sibert þessi er í saumaklúbb með Ingibjörgu og Jóhönnu og endaði í peningastefnunefnd Seðlabankans vegna þessa vinskapar. Nú skrifar hún grein sem gengur út að Seðlabankinn hafi aðeins haft einn starfsmann allt árið í fyrra. Greinina skrifar hún sennilega til að þóknast höndinni sem
fæðir hana: Jóhönnu Sig.
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú kannski mannst að Anne Sibert skrifað ásamt William Buiter skýrsluna sem varaði við hruninu. Og var stungið undir stól. Það er óþarfi að gera lítið úr henni. Hún er virtur vísindamaður og þessi grein hennar fjallar ekki um Davíð heldur er hann tekinn sem dæmi. Hún er að velta fyrir sér möguleikum smáríkja með hliðsjón af fullveldi Grænlands
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 15:40
Ég sem hélt að karlremban væri komin úr tísku! Magnús er í öllu falli ekki blindaður af fordómum.
Anne Sibert er Professor og Head of the School og Economics, Mathematics and Statistics í Birbeck College í London. Það getur verið að hún sé í prjónaklúbb með Jóhönnu og Ingibjörgu en jafnvel þó svo væri ...............
Agla, 9.8.2009 kl. 15:57
Sé bara ekki að þessi frásögn um Davíð eigi eitthvað sérstakt erindi.Því hún hefði getað nefnt alla þátttakendur í hruninu rétt eins og hann.Hún ýjar að því að hægt hefði verið að bjarga Glitni en ekki verið gert vegna tengsla DÓ við þá sem eignuðust Landsbankann. Landsbankanum var ekki bjargað.Lítur út fyrir að hún hafi ekki fengið réttar upplýsingar.Þá eru staðleysur í greininni bæði um að Jóhanna hafi ráðið fransk-norskan saksóknara ´´to investigate´´ og norðmann sem Seðlabankastjóra af því hæfileikafólk fannst ekki heima.Hvorugt er rétt. Dómsmálaráðherra lét undan þrýstingi og réði ráðgjafa ( JolY) og hinn norska Svein réð hún tímabundið af því Már gat ekki byrjað strax.Finnst hún gera lítið úr sér sjálf með þessari grein.
Einar Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 16:05
Raunar má segja að hægt sé að snúa þessu við.Ef Sven hefði verið í bankanum allt
árið 2008 þá hefði ekkert gerst. Auðvitað er það spillingin hér sem tafði fyrir og kostaði hrunið og milljarðana.
Einar Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 16:11
Ekki er staðan eitthvað betri í Seðlabankanum og peningamálum þjóðarinnar núna þótt þessi vel menntaða og lærða kona í hagfræði hafi tekið þar sæti í stjórn.
Guðrún (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 16:19
Ég hét að þessi Anne Sibert hefði eitthvað annað að segja en bull. Ég hafði rangt fyrir mér, eins og ég fjalla um hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/927993/
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.8.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.