Ríkisstyrkur og rafmagnið hækkað til heimilanna.

Gott væri ef heimilin og önnur fyrirtæki í landinu fengju svona samning. Á eftir bönkunum er nú álver Norðuráls komið með jafngóðan samning og bankarnir. Í tilkynningunni kemur ekki fram um hvað samningurinn sé, né hver þessi ´´ákveðni´´ samningur sé. Katrín hefur örugglega ekki lesið það sem hún var að skrifa undir ekki frekar en Össur fyrrum. Ég skal reyna að segja ykkur um hvað samningurinn er:hann er um fríðindi í mengunarvörnum, hann er um ódýra orku svo ódýra að Rafmagnssalanum er í staðinn veitt veiðileyfi á að okra á heimilum og smærri fyrirtækjum svo  framleiðandi orkunnar geti áfram stundað rekstrar og mengunarbílífi.Hann er um að ríkið ætlar að láta álverið í Helguvík í friði.Það fær að fara sínu fram óháð lögum og rétti.
mbl.is Fjárfestingarsamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert ekkert sérstaklega vel upplýstur um raforkuverð til heimila og smærri fyrirtækja í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Hér er það mun lægra og það þrátt fyrir að dreifikerfi raforkunnar er mun dýrara á haus hér en allsstaðar annarsstaðr.

Þú virðist ekki heldur hafa kynnt þér hvernig mengunarvörnum álvera á íslandi er háttað, en þau eru sæmbærileg við það besta sem gerist í heiminum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2009 kl. 04:09

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er ágætlega upplýstur.Það geta allir kynnt sér að fram í september 2008 var rafmagn dýrast ( í EUR ) frá veitu á Íslandi. Sjá bara á heimasíðu eurostat: ec.europa.eu/eurostat. Þá var rafmagn aðeins 2% dýrara í Danmörku ( 40% skattar ).Gengisfall krónunnar þýddi hinsvegar lækkun í Evrum en um leið fóru orkufyrirtækin á hausinn. MIÐAÐ VIÐ KAUPMÁTT er rafmagn hér áfram LANGHÆST í Veröldinni. Um er að kenna ábyrgðarlausum rekstri og spillingu innan Orkugeirans og

allt of lágu verði til álfyrirtækja ( þjófnaður ríkisvalds á landi og orkulindum er þó ekki kostnaðarfærður en væri það gert yrði orkusala til álvera ennþá meiri taprekstur en nú er ). Sé ekki af hverju dreifing ætti að vera dýrari á haus í veruleikanum, eða áttu við það sem neytendur eru rukkaðir fyrir dreifinguna ??.

Var ekki að tala um mengunarvarnir í þrengsta samhengi heldur alheimssamhenginu.Það eru aðeins 3 ja heims ríki sem taka við nýjum álverum.Menningarlega og stjórnmálalega ( og nú um stundir efnahagslega ) er Ísland 4 ða heims ríki. 

Einar Guðjónsson, 8.8.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert alvarlega veruleikafirrtur.... veist greinilega ekkert í þinn haus.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þú hefur ekki fært nein rök fyrir staðhæfingu þinni í athugasemd númer eitt.Væri gott líka ef þú upplýstir hjá hvaða veitufyrirtæki þú starfar því það skýrir athugasemdir þínar.

Einar Guðjónsson, 8.8.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Átta mig á því núna að þú ert starfsmaður hjá álveri. Álveri sem aldrei hefði verið reist ef ekki væri fyrir niðurgreidd rafmagnsverð allra íslendinga til starfsemis þess.Það greiðir ekki heldur skatta en það gera starfsmenn þess eins og aðrir opinberir starfsmenn.

Einar Guðjónsson, 8.8.2009 kl. 14:56

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hættu nú að bulla vinur, ég er ekki starfsmaður hjá álveri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2009 kl. 15:07

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er að finna linkinn hjá Eurostat og set hann hér inn á fljótlega.Þá geturðu séð heimild Hagstofu Evrópu.

Einar Guðjónsson, 8.8.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband