23.7.2009 | 10:02
Dýr sendill
Þá er það orðið opinbert. Össur fór með bréfið til Carl Bildt. Var þetta ekki óþarfa sendiför en áður hefur komið fram að Guðmundur Árni Stefánsson hafði þegar afhent bréf frá Jóhönnu til Forsætisráðherra Svía fyrir hönd ´´ Lýðveldisins Íslands´´. Er þetta ekki tvíverknaður ?? Fram kemur einnig að Össur fær 30 mín. í Utanríkisráðuneytinu.
Afhenti Svíum aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fullyrði það að þetta er besta og mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman bjóðast, og bara ef fólk fengi blákaldar upplýsingar um það hvað væri í boði, þá er ekki spurning að fólk myndi kjósa með aðild. En því miður hefur þjóðernisrembingur og smáborgaraháttur orðið ofan á í umræðunni. Við hvað eruð þið hrædd? Jú að bændu og kvótagreifa missi spón úr aski sínum og að stjórnmálamennirnir sem hafa haft öll völd í þessu landi, þ.e, Sjálfstæðis og Framsóknarmenn, að þeir komi til með að missa völd til að viðhalda klíkustjórnmálum.
Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni
Tekur þú afstöðu til ESB út frá sjálfum þér og þinni fjölskyldu, eða lætur þú sérhagsmunasamtök eða öfgafólk villa þér sýn?
Valsól (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:02
Valsól sendir inn sömu athugasemdir hjá mörgum af þeim sem eru að blogga við þessa frétt.
Valsól þessi er ekki einu sinni með samræmi í sínum útreikningum inn á eigin bloggsíðu á því hvað húsnæðislán kostar. Það er slæmt þegar komið er með einhliða fullyrðingar í umræðunni um Evrópusambandið.
Það sem mér finnst vanta í umræðuna um vaxta og lánakjör er hvaða vextir verða á almennum lánum, yfirdrætti, vísalánum, bílalánum og öðru en húsnæðislánum.
Í gærkvöldi var góður þáttur á RUV þar sem leitast var við að lýsa kostum og göllum við hugsanlega inngöngu Íslands. Ég hvet fólk til að horfa á þann þátt ef það getur.
Það er til mikilla bóta að verðtrygging hverfi af lánum, en þá kemur á móti hver verður ávöxtun aðila eins og lífeyrissjóða og fleiri. Eins virðist sem að vextir muni ekki lækka stórkostlega og stór spurning hvað gerist með það sem nú eru verðtryggð almenn lán þar sem vextir eru frá 5,8% upp í ca 12% auk verðtryggingar. Hvaða kjör verða á svona lánum eftir inngöngu í ESB ?
Hvenær svona breytingar geta átt sér stað hlýtur að hafa að gera með það hvenær við gerumst aðilar að myntbandalaginu eða gerum stöðuleikasamning um krónuna gagnvart evrunni við Evrópska seðlabankann. Þetta gerist því varla á einni nóttu strax.
Annað sem er athyglisvert og er lítið í umræðunni er að sumar vörur munu hækka í verði hér á landi. Þetta á við um vörur frá löndum utan ESB þar sem ESB er með hærri tolla á viðkomandi vörum en við erum með. Dæmi um þetta er t.d. sykur. Við inngöngu munu allir okkar sérsamningar við aðrar þjóðir um fríverslun eða sérmeðhöndlun á tollagjöldum falla út og í staðinn koma samningar sem ESB hefur þegar gert við ýmsar þjóðir og bandalög þjóða.
Fullyrðingar um 70% lækkun vöruverðs eru vægast sagt mjög furðulegar en gera má ráð fyrir að verðlag verði stöðugra og minna um hækkanir, og í einhverjum tilfellum getur vöruverð lækkað um 10-20% en gera má ráð fyrir að það gerist í áföngum.
Hvenær við tökum upp evru og á hvaða gengi er eitt að mikilvægustu samningamálum næstu ára. Sé evran tekin upp á gengi sem er eins og það er í dag þá gæti það þýtt mikla eignaupptöku.
Einstaklingar geta því bæði grætt og tapað á aðildinni og afar brýnt að gætt sé að hagsmunum landsmanna á öllum sviðum samningaferlisins.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 12:07
Er algjörlega fylgjandi aðild að ESB. Er bara að benda á að það var óþarfi að fara þessa ferð. Umsóknin var þegar komin.Þetta sýnir auðvitað samt að íslenskir stjórnmálamenn vilja ekki vera hér en samt er það stjórnmálstéttin hér sem hefur gert landið óbyggilegt. Össur er heldur ekki gott andlit Íslands.
Einar Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.