14.7.2009 | 22:14
Seðlabankinn kemur þessu máli ekki við
Árni Þór reynir að dreifa athyglinni frá kjarna málsins. Seðlabankinn eða lögfræðingar hans hafa örugglega engu logið hvorki um álitið eða minnisblaðið. Högg Árna er undir belti og hittir bara hann sjálfan fyrir eins og venjulega.Kjarninn í mati Seðlabankans er sá sami og fjölmargra annarra lögfræðinga.Það er bara Aðalsamningamaðurinn Svavar Gestsson sem heldur því fram að sendiráðsbyggingin í Kaupmannahöfn og fleiri hús verði ekki tekin upp í Iceslave skuldir.
Svarar ekki ásökunum um að þingmenn hafi verið blekktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seðlabankinn kemur þessu máli víst við því hann átti fulltrúa í samninganefndinni og var því sem stofnun aðili að samningunum. Það að lögfræðingar hans komi nú með athugasemdir við samninginn er í meira lagi undarlegt. Það mætti halda að starfsfólk hans talist ekki við.
Valgeir Bjarnason, 14.7.2009 kl. 22:56
ég-hef-fylgst-með-blöðum-í-dag-og-hef-ekki-enn-fundið-út-í-hverju-blekkingin-á-að-felast.
það-er-ljóst-að-álitið-er-frá-seðlabankanum.-það-er-birt-á-vefsíðu-þeirra.-hún-Nordal-þingmaður-sagði-frá-því-í-dag-að-hún-hafi-verið-á-þingnefndarfundi-á-föstudag-þar-sem-Öygard-bankastjóri-kynnti-álitið-með-lögfræðingunum.
þetta-er-mér-ráðgáta
Árni-V (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:14
Valgeir, Ice save samninganefndin var handvalinn af Handrukkaranum sjálfum Steingrími J. Hann hefur upplýst að nefndin studdist við ´´bestu´´ lögfræðinga og
að hún hafi unnið náið með lögfræðingum úr Viðskipta og fjármálaráðuneytinu.Starf
nefndarinnar var unnið í trúnaði og ekkert mátti leka út um störf hennar nema ´´að verulegra góðrar niðurstöðu var að vænta ´´ rétt fyrir kosningar svo vitnað sé Handrukkararann sjálfan korteri fyrir kosningar. Starfsmaður Seðlabanka Íslands sat í nefndinni en það þýðir ekki að hann hafi mátt leka öllu í lögfræðingana þar.Ekki frekar en að sá sem setur í Barnaverndarnefnd geti lekið öllu sem þar fer fram í vinnufélagana, löglærða sem ólöglærða. Sennilega hefur starfsmaður Seðlabankans verið þarna af því hann kunni ensku öfugt við aðra nefndarmenn.Vissi t.d. muninn á ´´ debt´´ og ´´indebt´´. Aðalsamningamaðurinn Svavar gat auðvitað beðið um álit lögfræðinga SÍ áður en hann skrifaði undir en vinnumálið í bankanum er íslenska.Lífsmottóið ´´ Vér einir vitum´´ kom í veg fyrir það. Álit Seðlabankans eða aðallögfræðings hans er bara í
eins og fjölmörg önnur álit lögmannna um samninginn. Hægt er t.d. að taka sendiráðið í Kaupmannahöfn upp í skuldirnar, Landsvirkjun og flugvél Landhelgisgæslunnar einnig. Icesave samingurinn er á ábyrgð Handrukkarans hjá AGS og Aðalsamningamannsins. Seðlabanki Íslands samdi ekki um Icesave.
Að lokum er rétt að taka fram að ég á engin skyldmenni sem hafa unnið í SÍ né vinna þar nú.
Einar Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 00:21
P.s. sennilega er ekki hægt að taka sendiráðsbygginguna í Kaupmannahöfn en Vínarsamningurinn verndar hana.
Einar Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.