Rétt og raunsæi

Unga fólkið lætur sem betur fer ekki bjóða sér kaup eins og í norður Afríku en verðlag eins og í Tokyó.

Það eru nú þegar 55.000. íslendingar í útlöndum ( áramótin 2007 / 2008 ) og ég vil meina að þetta hafi alltaf verið flökkusaga um hvað hér var gott að vera og að einhverju leyti tölfræðisvindl.Rétt eins og ályktanir Transparency um  spillinguna hér. Þá eru borgararéttindi hér lítil  og höfuðáhersla lögð á

velferð banka og fyrirtækja.Miklir skattar sem lítið fæst fyrir, dýr og fjölmenn en ónýt stjórnsýsla.Dýrt sveitarstjórabull en algjörlega óþarft.Bara svo fátt eitt sé talið. Hvers vegna skyldi unga fólkið eyða 10 árum aukalega í að vinna fyrir heimili í samanburði við Dani og Svía sem fá 10 vinnuár í forgjöf.Eru ekki

að vinna fyrir heimili  ( húsnæði) sínu í 20 ár. Ekki 6 vinnuár að vinna fyrir tryggingaiðgjöldum af bílnum. Margir íslendingar eiga eftir að fara og þeir koma aldrei aftur því landið hefur ekki lengi lengi staðist nokkurn samanburð við nágrannalöndin þegar kemur að lífskjörum og lífsgæðum. Unga kynslóðin sem

kynnst hefur öðrum þjóðfélögum hefur lært það sjálf að miklu betra er að búa í Svíþjóð en heimsækja ættingja hér.Það er líka miklu einfaldara en að búa á Egilsstöðum og fljúga eða keyra til Reykjavíkur.

Halldór Ásgrímsson og flestir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa líka áttað sig á þessu og koma sér í burtu um leið og tækifæri gefst ,eftir að hafa barið á borgurunum hér , sem ráðherrar eða þingmenn. 


mbl.is Framtíðin utan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 928

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband