Valhöll á Þingvöllum

Margir eiga  minningar frá Hótel Valhöll. Ég kom þar oft ungur með foreldum og ömmu og afa.Ég hef verið í brúðkaupsveislum þarna og ég hef farið þangað með erlenda ferðamenn. Síðustu ár að vísu ekki

fyrir matinn enda hálfgert reiðileysi verið þar á hótelútgerðinni. Umhverfið er óviðjafnanlegt og lengi komu þar í mat allir þjóðhöfðingjar sem hingað komu. Sjálfsagt hefur viðhald hússins verið vitlaust lengi en mér virtist þetta timburhús vera sundurkíttað og ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að ekki var hiti á húsinu nema 3 mánuði á ári. Man ekki eftir að hafa fengið þar ógleymanlegan mat en oft frambærilegan. Hveitilagaða blómkálssúpan anno domini 1970 var auðvitað hluti af karakter Hótel Valhallar ásamt  fransbrauðinu og saltinu.

Hinsvegar var nýtekinn við hótelinu Úlfar Þórðarson og hafði ágætar hugmyndir um reksturinn og hafði

einnig endurbætt hótelið. Helgi Björnsson ætlaði að spila þar í kvöld og gerir kannski á tröðinni fyrir framan. Sem betur fer varð bruninn ekki um nótt en þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.

Nú gefst tækifæri til að  byggja frambærilega repliku af gamla húsin  og prjóna eitthvað við hana. Í anda þess sem gert hefur verið t.d. í Flatey á Breiðafirði. 


mbl.is Lítið eftir af Hótel Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband