7.7.2009 | 14:58
Meira en ári of seint
Auðvitað átti lögreglan að vera að gera húsleitir í mars í fyrra þegar ráðamönnum og eftirliti var ljóst að
bankarnir áttu orðið ekkert nema Goodvill og aðgang að lánum í Seðlabanka. Þá hafa bótasjóðir og misnotkun þeirra verið leyfð af löggjafanum í þágu tryggingasvika tryggingafélaganna.Nú eru sjóðirnir tómir og tryggingafélög landsins gjaldþrota en ´´starfa´´ á undanþágu frá FME.Með öðrum orðum þau fá að okra á borgurunum með tryggingar þó þau geti aldrei efnt skyldur sínar.Sýnir í raun velvilja
Spillingarinnar á löggjafarþinginu gagnvart fákeppnisfélögum og okurbúllum þjóðfélagsins. Það er ekkert að því að þessi félög fari bara á hausinn en það myndi þýða lægri tryggingar og betra líf fyrir íslendinga.
Tryggvi Þór Herbertsson var í forsvari fyrir eitt af félögum wernerssona ASKAR Kapítal. Saga hans minnir á söguna af frambjóðendum Mafíunnar í Búlgaríu en þar keppast meðlimir hennar við að láta kjósa sig á þing.Það er opinbert leyndarmál að ástæða þess að þeir vilja ná kjöri á Búlgarska þingið
er til að njóta friðhelgi frá lögsókn og húsleitum. Leitað var hjá Askar að vísu tíu mánuðum eftir að Tryggvi sat þar á tætaranum.Svo öll rannsókn verður erfiðari. Eitt er víst að ekki var leitað heima hjá Tryggva enda erfitt því hann er nú sá einu úr gömlu framvarðarsveit gripdeildargengis Wernerssona sem nýtur nú friðhelgi sem alþingismaður.Vonandi er þingmennska Tryggva ekki bragð til að komast hjá lögsókn.
Húsleit á níu stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hlýtur að verða leitað heima hjá Tryggva Þór, þó að hann eigi jafnvel öflugan tætara. Hann á ekki að vera undanþeginn rannsóknum þó hann sé kominn á Alþingi.
Stefán (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 15:34
Held að hann sé það. Árni Johnsen sagði af sér þingmennsku eftir að ljóst varð að
hann yrði sennilega sviptur þinghelgi.
Einar Guðjónsson, 7.7.2009 kl. 15:35
Trúlega rétt hjá þér Einar með árið en vonandi gerist eitthvað samt annars er það bar hinn frægi dómstóll þjóðarinnar
Finnur Bárðarson, 7.7.2009 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.