26.6.2009 | 20:41
Fasistastjórn sem hækkar áfengi og tóbak ?
Yfirleitt lækka fasistastjórnir verð á áfengi og tóbaki.Bankastjórn Jóhönnu og VG banka virðist ætla að
vera fyrsta fasistastjórnin í veröldinni sem ætlar að reyna hið þveröfuga.Að hækka skatta á vín og tóbak. Það þýðir að fórnarlömb hennar hafa engin ráð á neinu nema vera soltin, fátæk og líka edrú.Það gerir lífið í landinu óbærilegt fyrir alla nema þá sem eru skráðir í Flokkinn hvort sem hann heitir VG eða Samfylking og á fleti fyrir sitja hinir sem tilheyra fyrri valdaflokkum Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Venjulegir íslendingar þurfa að snúa sér til Alþjóða Rauða Krossins eftir matvælaaðstoð . Þetta er allt ógæfulegt ;að keyra þjóðina í þrot til að viðhalda hinni aldargömlu Spillingu.
![]() |
Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1321
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg makalaust með þessa ríkisstjórn, sem kennir sig við félagshyggju, hvað hún endalaust riðlast á öreigabittum og vesalingum. Vitandi, að þessi varningur, áfengi og tóbak er vanabindandi og þeir sem eru hvað mest þurfi eiga erfitt með að vera án hans. Allra síst í þrengingum. þegar öll stuðningsþjónusta er í lágmarki. Ef spurt verður um ástæður fyrir verðhækkunum, verður svarið hjá Steingrími væntanlega, að fólk eigi bara að hætta þessum ósóma, það sé auðvitað það besta. Tilgangurinn og markmiðiðn eru hinsvegar augljós. Rónarnir og semírónarnir skulu borga "Isave" þó það kosti þá lífið. En hinir, aumingjarnir, þetta andlausa yfirstéttarpakk sem skóp Icave-búlluna, þeir þurfa ekkert að borga í bráð. Kanski eitthvað einhverntíman seinna, ef þeir vilja gjöra svo vel.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:23
ástæðan fyrir hækkun í þessum vöruflokkum er sú að neysla þeirra breytist hvað minnst við hækkað verð, ekki sú að hann vilji að fólki hætti þessu
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:51
Sigmar... Fólk getur bara borgað ákveðið mikið og toppnum hjá flestum er því miður náð.
Rúnar Freyr (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 23:00
Þetta er nú valdminnsta fasistastjórn sögunnar. Sé þín greining á rökum reist.
Sem mig grunar að sé frekar reist á föstudagsþorsta.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 23:10
Valdminnsta ?? Veit ekki hvað þú átt við en eftir öllum skilgreiningum á fasisma þá er þetta fasistastjórn. Lægsta kaup í Norður Afríku, mestu skattar á byggðu bóli.Minnst fyriir skattekjurnar en spillingin fær mest af þeim. Áfram Langanesbyggð 2009 ehf.
Einar Guðjónsson, 26.6.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.