23.6.2009 | 15:15
Verðum að koma Bankastýrunni frá
Held að mikilvægasta verkefnið núna sé að koma Bankastýrunni frá hvernig sem það gerist. hvort sem
það gerist með skipulögðum greiðsluverkföllum eða hreinlega með því að við segjum okkur til sveitar í
alþjóðasamfélaginu.Það er alveg orðið ljóst að Bankastjórnin ræður ekki við þetta verkefni. Tiltekin ummæli sem eftir henni eru höfð ´´vill láta leggja sérstakt álag á fjármálamálastofnanir sem gangi inn í tryggingasjóðinn til að hindra að skattgreiðendur þurfi að greiða skuldirnar sem kunna að falla á tryggingasjóðinn...´´ sýna svo ekki verður um villst að hún áttar sig ekkert á gangverki efnahagslífs.
Hvernig eiga fjármálastofnanir að greiða það álag ?? Jú með því að hækka vexti eða með því að sitja á
þýfinu.Þeim peningum sem stolið hefur verið frá skattgreiðendum. Skattgreiðendur munu líka þurfa að greiða þetta álag VG bankanna með hærri þóknun og hærri vöxtum. Vertu nú góð við Ísland Jóhanna og boðaðu til kosninganna. Í millitíðinni biddu SÞ um hjálp og aðstoð. Segðu alþjóðasamfélaginu að spillingin sé svo landlæg og djúp í þjóðfélaginu að ekkert verði við neitt ráðið nema með utanaðkomandi hjálp.
Tortryggni í samfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.