Skerum niður ´´tónlistarhúsið´´

Miklu viturlegra er að skera niður framlög til hins meinta tónlistarhúss.Það var alttaf kexrugluð framkvæmd þar sem sinfónían var misnotuð í þágu verktaka og skertrar sjálfsmyndar útrásardverga.

Tónlistarhússbullið skapar ekki heldur mörg störf nema í Kína en ástæða númer tvo fyrir byggingu hússins var sú staðreynd að einhver hafði pantað glerhjúp frá Kína.Glerhjúpur þessi er sennilega versta verk Ólafs Elíassonar fyrr og síðar. Látum kröfuhafana taka yfir grunn Tónlistarhótelsins og höldum frekar áfram með hefðbundnar vegaframkvæmdir.Þær skapa störf og gefa ferðaþjónustunni tækifæri.

Annars eru þessar viðræður bara sýndarmennska. ASÍ klíkan er hvort eð er búin að éta allt ofan í sig. 


mbl.is Halda áfram viðræðum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verkalýðshreyfingin er yfirfull af aumingjum.

Þar með talið hinn almenni félagsmaður fyrir að láta þetta yfir sig ganga.

Jón (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 02:42

2 identicon

Sammála þér með tónlistarhússvitleysuna, en við skulum aðeins athuga málið gagnvart stórátak í vegagerð. Í fyrsta lagi fá tiltölulega fáir verkamenn vinnu fyrir hverja verðeiningu í vegagerð, því hún er fyrst og fremst gerð með stórvirkum vinnuvélum. Í öðru lagi opna svoleiðis stórverkefni dyrnar fyrir það að erlendir verktakar komi og taki þau verk, vegna þess að þau verður að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu. Við ættum að hafa lært það á Kárahnjúkavitleysunni allri. Í þriðja lagi er vegagerð dýr og þegar henni er lokið, skapar hún í fæstum tilvikum atvinnu til frambúðar. Þurfum við ekki frekar að horfa til þess að verja fé til greina, sem veita mörgum vinnu og þá til lengri tíma litið? Rebroff er með margar spurningar varðandi ferðaþjónustu og aukningu hennar. Við erum þegar komnir yfir hálfa milljón ferðamanna á ári og þegar er farið að bera á of miklu álagi á helstu ferðamannastaði. Að auki er ferðaþjónusta sú atvinnugrein, hvar sem er í veröldinni, sem greiðir lægst laun og er þess utan afskaplega óstabil sem slík og viðkvæm fyrir sveiflum af öllu tagi.

Rebroff (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 07:19

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Allt svo sem rétt hjá þér Reboff.Mætti bjóða eitthvað út í bútum. Aðalatriðið er samt að 15 til 20 milljarðar í Tónlistarhótelið er of dýr greiðsla fyrir 200 störf í 14 mánuði.

Einar Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband