21.6.2009 | 19:28
Hvað gerir Ómar ??
Svo einkennilegt sem það hljómar þá hefur stóra fyrirmynd íslenskra sveitarstjórnarmanna ákveðið að fara í tímabundið leyfi vegna rannsóknar á Lífeyrisjóðnum.Með honum í stjórninni sem var sett af eru
Flosi Eiríksson veraldlegur leiðtogi Kópasamfylkingarinnar og Ómar Stefánsson andlegur leiðtogi framsóknarmanna í Kópavogi. Þeir eru Bæjarfullltrúar líka og eru því meðeigendur hans að bæjarfélaginu og sjóðum þess. Gaman verður að sjá hvort þeir fylgja líka í kjölfar Gunnars og segi tímabundið af sér setu í Bæjarstjórninni. Ef ekki þá verða þeir auðvitað eftirbátar Gunnars á siðferðissvellinu. Flosi hefur nú upplýst í athugasemd við færslu að hann hafi verið blekktur og að því er mér virðist með fölsuðum eða ónákvæmum gögnum.Ég bið hann því afsökunar á hugleiðingum mínum um störf hans.Þær voru byggðar á röngum upplýsingum.
Gunnar fer í leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Ég sé ekki rök fyrir því að fara í leyfi sem bæjarfulltrúi vegna þess að Gunnar I. Birgisson beitti stjórn Lífeyrissjóðsins blekkingum.
kv. Flosi
Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:47
Hvaða blekkingum ??
Einar Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 20:03
Um samskipti LSK við FME og skýrsluskil til þeirra
kv.
Flosi
Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:59
Hafði ekki séð yfirlýsingu þínu m.a. um meint skjalafals stjórformanns og starfsmanns. Bið þig afsökunar á orðum í texta í þinn garð.
Einar Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.