12.6.2009 | 19:24
Láttu Ísland og komandi kynslóðir njóta vafans.
Þetta er allt saman rétt lögfræðilega sem Valtýr segir í viðtalinu. Þetta snýst ekki lengur um lögfræði heldur að rannsóknarmenn og lögregla geti einbeitt sér að því að rannsaka hrunið.Þurfi ekki að velta vöngum yfir því hvað Saksóknaranum kunni að finnast. Líta þeir framhjá einhverju sem kann að leiða til
rannsóknar og mögulega ákæru á soninn ?. Þetta er líka vont fyrir soninn sem þarf nú að búa við umræðu um að hann hafi sloppið við ákæru af því pabbi vildi það.
Nú er komið að Valtý að segja af sér til að leyfa Íslandi og syni sínum að njóta vafans. Þar með fær ákæruvaldið fullt tilfinningalegt svigrúm. Sonurinn getur borið höfuðið hátt og Valtýr verður maður að meiri.Þarf ekki að miða sig við Jóhönnu og Steingrím. Síðast en ekki síst þá fær Ísland og Ís-sleifar að njóta vafans.
Valtýr vill ráða Evu Joly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það veldur mér miklum áhyggjum að Valtýr skuli ekki skilja hvers vegna hanna verður að víkja nú þegar. Það er óhemju mikilvægt að það verði ekki hægt að efast um niðurstöðu rannsóknar á hruninu og öllu sem því við kemur. Svo lengi sem faðir forstjóra Exista er Ríkissaksóknari á meðan þessari rannsókn stendur verður alltaf hægt að efast um útkomuna og sá blettur mun verða á sögu Íslands um aldur og æfi. Vill Valtýr verða blettur í sögubókunum?
Jóhann (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 20:24
Rétt og satt.
Rudólf (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:29
Ég efast ekki um hæfi Valtýs til að gegna þessu embætti undir öllum venjulegum kringumstæðum. En eins og allir vita og hann hlýtur að sjá og skilja þá er ekkert venjulegt lengur í þessu landi okkar. Nú verða ALLIR íslendingar, og þá er hann ekki undanskilinn, að láta velferð lands og þjóðar ganga fyrir. Ekkert okkar má hugsa fyrst um sjálfan sig og svo hina. Það á að vera liðin tíð!
assa (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:36
Sammála ykkur öllum.
Einar Guðjónsson, 12.6.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.