8.6.2009 | 17:55
Embættismennirnir réðu þessu....
Ekki er til neins að kjósa þing fyrst embættismennirnir ráða þessu hvort eð er.Auðvitað var hollenskum og breskum embættismönnum ljóst að öll loforð embættismannanna voru með fyrirvara hafi þau verið gefin. Afhverju stóð þá ekki embættismaður í ræðupúltinu á Alþingi í dag. 80 daga stjórnin gerði semsagt ekkert nema að bíða með að skrifa undir í 129 daga. Fáránlegt að vera hér með þjóðþing fullt af druslum.
Minnisblaðinu stöðugt veifað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Embættismenn eru í umboði ráðherra og skrifa undir með fyrirvara um samþykki ráðherrans eða þings eftir því hvernig verkast vill.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:03
Það á einmitt öllum að vera ljóst ekki síst hollenskum og breskum embættismönnum.
Einar Guðjónsson, 8.6.2009 kl. 18:05
það er öllum það ljóst nema núverandi ríkisstjórnarflokkum og flokkshestum þeirra sem verja blindandi allt sem frá þeim kemur.
Fannar frá Rifi, 8.6.2009 kl. 18:10
Það er slæmt, hvað samningamenn Íslands í dag, eru miklar liddur. Samkvæmt orðum ráðherra, fengu þeir í hendur frá samningamönnum, hinna þjóðanna, rökstudd álit um að afstaða Íslands væri röng - þ.e. sú afstaða, að við þyrftum ekki að borga þetta.
Nú, það er gamall siður, að í upphafi samninga, séu gjarnan sett fram mjög andstæð sjónarmið - þ.e. sá sem sækir, heldur sínu fram, leggur fram rökstuðning fyrir sínu máli. Á sama tíma, koma hinir fram með rökstuðning fyrir sínum skoðunum, þar með talin álit fræðimanna í eigin þjonustu. Fram til þessa, hefur það ekki verið siður, að líta svo á, að þessi álit væru einhversk konar heilagur sannleikur,,,fremur sem útspil í samningum.
Það skrítna, virðist hafa gerst, að Samfylkingin virðist hafa brugðist við þessum rökstuddu álitum, sem lögð voru fram af þeim sem sátu hinum megin við borðið, sem heilögum sannleik...séð sæng sína uppbreidda, og síðan gefist upp.
Þetta er dálítið ólík meðferð saminga, en hefur tíðkast af Íslendingum, fram að þessu. Íslendingar, sem voru þekktir fyrir, að vera harðir í samingum,,,taka engu sem sjálfsögðum hlut, draga nánast allt í efa, og gefa ekkert eftir fyrr en að þrautreyndu.
Nei, Samfylkingin, virðist hafa gefist upp, þegar í fyrstu lotu. Álit andstæðinganna, virðast ekki hafa leitt til gagnsvara, þ.s. þau voru dregin í efa, máli Íslendinga haldið til streytu.
Manni óar við því, að þetta fólk virkilega ætlar sér líka, að semja við ESB um aðild. Miðað við þessa útreið er vart að búast við mikilli samningahörku frá þeim, gagnvart ESB þar líka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.6.2009 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.