8.6.2009 | 12:50
Ísland ekki hluti af norrænu velferðarkerfi
Það er alveg rétt að norræna velferðarkerfið stenst kreppur. Ísland er EKKI eitt norðurlandanna þó að við séum með í boði Svía en þeir kosta þáttöku Íslands í Norðurlandaráði. Ísland er auðvitað í miklum vanda vegna þess að hér er ekki norrænt velferðarkerfi, aðeins velferðarkerfi fyrirtækja.Þá er hér mikil
spilling sem kostar þjóðfélagið marga milljarða á ári. Við erum auðvitað bananalýðræði án þess að eiga
möguleika á að rækta banana.
Norræna velferðarkerfið stenst kreppur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert til sem heitir "norrænt velferðakerfi". Það er hins vegar til norrænt skattpíningarkerfi sem étur þessi lönd upp að innan. Í Skandinavíu logar allt í óeirðum og þar er verðmætasköpun ekki mikil.
En auðvitað var við því að búast að Egill Helgason væri hrifinn af þessu, enda er hann áskrifandi af skattpeningum og vill auðvitað að ríkið hirði sem mest til sín af tekjum þeirra sem vinna sér til viðurværis.
Vandamál Íslands er OF MIKILL kratismi, hér er allt bannað sem er ekki sérstaklega leyft, sama hvað einhver spjallþáttaslöttólfur segir í bríaríi. Í Noregi og Svíþjóð er t.a.m. víða einkarekstur í heilbrigðiskerfinu því það kerfi er fyrir löngu orðið þeim þjóðum of dýrt.
Segðu bara það sem þú vilt, Einar, þú vilt kommúnískt alræði hér á landi þar sem öllum verður bannað að skara fram úr. Og það viðhorf er nefnilega órjúfanlegur hluti undirmálsfólksins sem situr á hliðarlínunni og öfundar hina duglegu.
Liberal, 8.6.2009 kl. 13:06
Mr Liberal. Þetta er alveg rétt hjá Einari að hér hefur verið rekið bananalýðveldi alltof lengi. Kannski verður aldrei hægt að breyta útaf því. En eiginlega segirðu tóma steypu varðandi verðmætsköpun norrænu þjóðanna því það er löngu sannað að það eru best reknu hagkerfin í heiminum sennilega nokkru sinni og þau geta alkveg hætt að hafa minnimáttarkennd útaf því. Skattar eru nauðsynlegir ef það á að vera eitthvað vit í þessu. Liberalisminn er barra lýðskrum og blöff.
Gísli Ingvarsson, 8.6.2009 kl. 13:21
Markaðurinn er ekki lögmál eða tekjulind sem lítur lögmálum hagfræðinnar. Markaðurinn erum við, þeir sem starfa á honum gera það fyrir náð og miskunn almennings. Stór fyrirtæki og sérstaklega alþjóðalegar samsteypur reyna eftir fremsta megni að hafa áhrif á skoðanir almennings einmitt vegna þessa, að halda öðru fram er að hafa aldrei séð auglýsingaherferðir. Önnur leið til þess að tryggja tilvist sína fyrir almenningi er að komast á spena hjá ríkinu eða vera stofnun sem stendur vörð um sjálfan sig á kostnað almennings og gangi það upp er það vegna spillingar. Þrýsta á að lög séu samþykkt sem eru rekstri þínum í hag er annað dæmi (geturðu sagt vogunarsjóður?).
Ég tel það líka spillingu að eigendur lyfjafyrirtækja geti rekið góðgerðastofnanir skattlaust til þess að fjármagna rannsóknir á eigin lyfjum. Ég tel það spillingu þegar fréttastofur passa upp á stóru auglýsendurna í fréttaflutningi og svo framvegis ....
Þar sem er minnst spilling þar er best að vera, svo er bara að meta hana rétt :)
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 8.6.2009 kl. 13:44
Liberal, býstu virkilega við að einhver taki þig alvarlega?
"Hinir duglegu" er yfirleitt fólk með réttu samböndin og/eða heppið, er t.d. af kynslóðinni sem fékk óverðtryggðu íbúðalánin sem skrúfað var fyrir í kringum lok 8. áratugarins eða lærði réttu háskólagreinarnar á réttum tíma. Mín reynsla af "hinum duglegu" er yfirleitt sú að það er afar duglegt að hreykja sjálfu sér á kostnað annara en eru í raun tómar tunnur. Raunverulega duglegasta fólk sem ég þekki eru miðstéttar fjölskyldufólk, blóðmjólkaðasti partur þjóðarinnar og listamenn, ópraktískasti partur þjóðarinnar. Þeir eru aðeins duglegir (duglegur í þeim skilningi að vinna mikla launavinnu) sem þurfa að vera það, aðrir sem afla mikilla tekna eru annaðhvort í of auðveldum vinnum eða eitthvað andlega misheppnaðir, eins og sést best á því hvað vinnualkar í of dýrum jakkafötum hafa gert við landið okkar og efnahaginn.
Össur I. (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 14:17
Veit ekki hvar Liberal fær sýnir upplýsingar en tölfræðin talar sínu máli. Ísland hefur
lengi verið aðeins á undan Portugal í verðmætasköpun en næst aftast í Evrópu í verðmætasköpun.Nú erum við auðvitað langaftast.
Einar Guðjónsson, 8.6.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.