4.6.2009 | 19:27
Gamla settið
Stærstu mistök ríkisvaldsins undanfarna mánuði eftir hrun eru auðvitað þau að taka ekki á einu né neinu í gömlu bönkunum sérstaklega þeim gírugustu Landsbanka og Kaupþingi. Í þessum bönkum sitja meira og minna allir gömlu stjórnendurnir í s.k. stoðdeildum og eða þeir hafa skipt um yfirmannsstarf eins og ekkert hafi í skorist ( innan bankans )og árið sé 2006. Þetta skýrir m.a. hið algjöra vantraust sem bankarnir ´´njóta´´. Kannanir sýna að aðeins 12.000. íslendingar treysta bönkunum. Mikilvægasta eign banka
er traust og bankarnir njóta ekki trausts. Það er fjöldinn allur af hæfu og heiðarlegu fólki að vinna í
bönkunum en gamla settið er alltof víða og í öllum skilanefndum og það er auðvitað það sem skapar
vantraustið.Afhverju heldur t.d. ríkisstjórnin að Árni Tómasson sé svona nauðsynlegur fyrir Glitni eða
Finnur fyrir Kaupþing.Miklu betra að þeir séu í einhverju öðru fyrir traustið á bönkum og skilanefndum.
Halda menn að traustið á þessu fólki sé eitthvað meira í útlöndum ??
Grunur um lögbrot útibússtjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er í raun alveg ótrúlegt, þessi ágæti maður sem tók pokann sinn í dag hóf störf hjá bankanum eftir einkavæðingu árið 2003 fyrst sem forstoðumaður áhættukrafna og svo sem útibússtjóri aðalbanka Landsbankans í árslok 2003, þar starfaði hann með Halldóri og Sigurjóni og var einn af þeim sem tók ákvarðanir um að lána Baugi, Teymi, 365, Eimskip, Stoðum og fleiri fyrirtækjum sem eru nú verðlaus.
Þetta er maður sem á mikinn þátt í því að bankinn varð gjaldþrota og íslenska þjóðin með. Það er með öllu óskiljanlegt afhverju er ekki búið að skipta þessum köllum út fyrir þá sem eru hæfari.
Eftirfarandi texti er af vef Landsbankans það er mjög ánægjulegt að sjá að allt er með óbreyttu sniði og þeir sem settu bankann í þrot fái að setja hann aftur í þrot!
"Fyrirtækjasvið:
Verður með óbreyttu sniði varðandi innlenda starfsemi og til viðbótar hefur verið stofnuð ný eining sem kallast Fyrirtækjaþróun sem annast m.a. endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri er Árni Þór Þorbjörnsson en hann var áður forstöðumaður útlánaþjónustu á Fyrirtækjasviði."
Mundi einhver heilvita ódrukkinn maður láta drukkinn skipstjóra sem hefði siglt skipi í strand leyfa honum að reyna að sigla því af strandsstað?
Ponsi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:07
Þetta er því miður rétt hjá þér og hér verður ekkert traust fyrr en þetta fólk fer í önnur störf.
Einar Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.