27.5.2009 | 23:36
Skuldugasta sveitarfélag í heimi
Skagafjarðarsveit fer þá í Heimsmetabók Guinnes sem skuldugasta sveitarfélag í heimi. Góðir sveitamenn eru þetta ekki.Skagafjarðarsveit er dæmi um hvernig s.k. sameining sveitarfélaga leiðir til óráðsíu og yfirgengilegs kostnaðar í kringum ekki neitt. Áður voru þetta nokkrir hreppar og kostnaður við yfirstjórn var í lágmarki.Svo voru hrepparnir sameinaðir í Skagafjarðarsveit.Og stjórnsýslufilliríið byrjaði.Sveitarfélagið telur 2.200 íbúa með manni og mús. Framkvæmdastjórar eru 7 og í fljótu bragð taldi ég 60 starfsmenn fyrir utan þá.Í þeirri tölu taldi ég ekki starfsmenn skólanna eða sundlauganna
en þau störf eru auðvitað nauðsynleg.Þannig eru tæplega 30 íbúar á bak við hvern stjórnsýslustarfsmann.Það sér hver heilvita maður að í þessu er ekkert vit nema auðvitað íbúarnir kjósi að greiða hátt útsvar og fátækt og vilji frekar láta stjórnsýslustarfsmenn eyða kaupinu sínu frekar en að gera það sjálfir.Starfsmenn allra skóla í Skagafjarðarsveit eru aðeins um helmingi fleiri.Gróft skoðað
sýnist mér að 20% íbúanna séu starfsmenn Skagafjarðarsveitar og tel ég þá ekki með ,þá sem skipa
byggðaráð eða sveitarstjórn eða fastanefndarfólk.Allt örugglega á launum.Nú eru að vísu Reykjavíkurferðir Gunnars Braga ekki lengur greiddar af Skagafjarðarsveit heldur öllum útsvarsgreiðendum en 1800 vestlendingar kusu hann til að fá fríar Reykjavíkurferðir og hefur hann sjálfdæmi um ferðakostnað.Þannig að sá kostnaður færist nú til.
Væri ég Skagfirðingur þá myndi ég biðja um gömlu hreppana aftur og lægra útsvar því eftir sem áður yrðu skólarnir reknir áfram en fengju þá milliliðalaust ríkisframlag. Skagfirðingar sjálfir vilja greinilega
flestir koma Skagafjarðarsveit í Heimsmetabók Guinnes sem skuldugasta sveitarfélagi í heimi.
Vill lána Skagafirði 600 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ætli það séu mörg þrep frá bæjarstjóra niður í hinn almenna verkamann í t.d. Íþróttamannvirkjum og Sundlaug? Svo þetta hús frítímans ? Voðalega er það mannaflsfrekt apparat.
Bæjó (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:12
Það hefur ekkert breyst í Skagafjarðarsveit.Eftir sem áður eru það strákarnir í áhaldahúsinu sem vinna verkin og kennararnir í skólunum ásamt starfsfólkinu í sundlauginni og á bókasafninu.
Einar Guðjónsson, 28.5.2009 kl. 00:15
Hvar færðu að sveitarfélagið telji aðeins 2200 manns?
Bara á Sauðárkróki búa fleiri en það, sveitarfélagið er nær 5000 manns.
Haukur Skúlason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 03:47
Fór dálkavillt á vef Hagstofunnar. Íbúafjöldi í Skagafjarðarsveit er 4.117 ( áætlun )
en sú tala breytir ekki inntakinu. Bið alla vini Ara fróða afsökunar.
Einar Guðjónsson, 28.5.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.