27.5.2009 | 18:48
Afhverju hættir Borgin ekki að greiða fyrir óunnin störf ??
Afhverju byrjar Borgin ( les 8 vitringar D og X ) ekki á að hætta greiðslum til varaborgarfulltrúa ?? Sem kunnugt er greiðir borgin skv. ákvörðun borgarráðs góð menntaskólakennaralaun til 15 varaborgarfulltrúa alveg óháð því hvort þeir eru nokkurntíma boðaðir á fund eða ekki.Þannig fær Marsibil Sæmundsdóttir fyrrverandi framsóknarkona þessa gjöf frá Reykvíkingum ( án þess að þeir væru spurðir ) en hún varð varamaður eftir að Óskar Bergsson varð aðalmaður.Samt var ljóst að hún tæki ALDREI sæti í borgarstjórn og gekk í Samfylkinguna um svipað leiti. Allir 15 sem tilnefndir eru sem
varamenn fá góð menntaskólakennaralaun án þess að endilega komi til vinnuframlag á móti. Þetta er auðvitað ólöglegt skv. sveitarstjórnarlögum en ´´fína ´´ fólkið gerir þetta bara og Lögreglan virðist ekki gera neitt.Spilling er þetta örugglega. Svo munu borgarfulltrúar hafa 3 einkabílstjóra og borgarstjóri sinn einkabílstjóra. Ekkert af þessu fólki á neitt erindi út úr Ráðhúsinu en notar sjálfsagt bílstjjórana til að útrétta fyrir sig. 60. milljónir á ári sem nú fara í gjafagreiðslur til varaborgarfulltrúa
myndu redda leikskólunum.Þá má lækka laun borgarfulltrúa en þeir fá nú 250.000. kr fyrir hvern fund en starf borgarfulltrúa er tveir fundir á mánuði auk námsdvala í útlöndum.
Gjald fyrir viðbótarþjónustu á leikskólum hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf ekkert að redda leikskólum það þarf að skoða, þarfagreina, moka flórinn, í leikskólarekstri er of- mettun svona 2007 syndrom ramminn hefur verið of rúmur og er fylltur, það hafa allir fengið það sem þeir vilja fá þori varla að segja það! en læt vaða: börn eru búin að tapa í góðærinu og nú þarf að hugsa kerfið upp á nýtt. Er það til dæmis eðlilegt að foreldrar í barneignarleyfi noti leikskólaþjónustu í 9, eða 9 og 1/2 KLST. á dag í leikskóla fyrir eldra barnið, sem er kannski 3ja ára , 4ra ára, 5 ára á meðan pabbi (yfirleitt tímabundið) og mamma eru heima með litlu dúlluna og leikskólinn sér bara um rest. Við erum komin út fyrir rammann í orðsins fyllstu merkingu. Eigum að spyrja okkur; hvað er hægt, efnahagslega og hvað er eðlilegt út frá geðtengslum barns við einn uppalanda!!!!! já einn fullorðinn er lykillinn að farsællli sál samkvæmt sálfræðikenningum. Leikskólinn býr við afarkosti hvað varðar rými og aðbúnað það er tæpast boðlegt að allt upp í 30 börn kúldrist á inna við 100 fermetrum frá kl: 8.00 - 17.00 Það er bara ´
þannig að við erum búin að fara fram úr okkur í þjónustustigi hvað varðar íuppeldi barna í samfélaginu þar eru allir rammar fylltir, ekki síður en á sviðum efnahags, fjármála, skipulagsmála. Ég segi bara nýja Ísland þarf að líta til barna, sem eiga eftir að erfa landið og þó að ég sé ekki stuðnigsmaður meirihlutans í Reykjavík ( tilheyri samt ekki dótturfélagi í Kópavogi þó ég búi þar) þá fagna ég skilgreiningu þeirra um það að 8 klst á dag sé nútímalegt viðmið um eðlilega grunnþjónustu leikskólans, og hana nú!!!!! Átta klukkustundir á dag ættu að vera hámarksdvöl fyrir ung börn, munum öll að okkar er valið á 21. öldinni eigum við að eignast börnin og þar af leiðandi að ala önn fyrir þeim fram í rauðan......... það getur vel verið að við séum komin verulega fram úr okkur hvað það varðar en ábyrgðin er okkar foreldranna hvað serm tautar og raular. Umboðsmaður barna ætti undir eðlilegum kringumstæðum að láta í sér heyra um hversu skaðlegar ráðstafanir borgarinnar eru en ,,,,,,,,,,, ekki orð, ég vona bara að það sem borgin er/meirihlutinn er að bera fram skili sér út í umræðuna vegna þess að allt umfram átta klst. í leikskóladvöl er langt út fyrir grunnþjónustu og á ekkert skylt við skóla.
Helga Jónsd. (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:51
Ég held að engin VILL vera frá barninu sínu 9 klukkutíma á dag. En sumir foreldrar þurfa þess til að geta séð fyrir börnin sín með allt sem þau þurfa. Mér finnst að eldri börn eiga rétt á leikskóladvöl þó svo að annað foreldrið sé í fæðingarorlofi. Sem kennari á leikskóla verð ég móðguð þegar talað er um leikskóla sem geymsla fyrir börnin okkar. Ég neyta að trúa því að ég er búin með þriggja ára háskólanámi til að ,,geyma" börn. Að sjálfsögðu er mikið sem mátti bæta í rekstri leikskóla, hvað varðar barnafjöldi og fleira, því er ég sammála, en samt held ég að langflestum börnum líði vel af að vera í leikskóla.
Lizzie (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:51
Dálítið sammála ykkur en staðan er þessi:einstætt foreldri verður að vinna 9 tíma til
að eiga fyrir lágmarksframfærslu og skólagöngu barns ( a ).M.a. af því útsvarið er hátt vegna þess að spilling er mikil hjá sveitarfélögunum.Þannig fara aðeins um 20% af tekjur Reykjavíkur í framfærsluaðstoð, skólana og menningarmálin ( bókasöfn og leikhús, frjáls félagasamtök etc ) svo í hvað fer hitt ?? Afhverju er t.d.
verið að greiða 15 varaborgarfulltrúum 60 milljónir plús í kaup á ári fyrir vinnu sem er aldrei innt af hendi og enginn hefur kosið þá.?? Er það ekki rífleg fátækrahjálp ??
Einar Guðjónsson, 27.5.2009 kl. 23:03
Ég er mjög ósátt við að það sé verið að hækka sérstaklega leikskólagjöld umfram 8 tíma vistun og skil raunar ekki hvernig það getur verið hægt að halda því fram að það sé hægt að komast af með 8 tíma! Hvernig? Erum við ekki flest að vinna minnst 8 tíma? Það tekur tíma að komast til og frá vinnu og leikskóla, sérstaklega fyrir þau foreldri sem búa í úthverfum...er þetta kanski einhver sérstakur úthverfaskattur? Og þetta kemur ekki bara illa við einstæða foreldra - fæst okkar eru í þeirri aðstöðu að geta mætt þegar okkur sýnist í vinnuna og þá gildir einu hvort foreldrar eru einn eða tveir - báðir þurfa að mæta til vinnu kl.8 og báðir þurfa að skila sínum 8 tíma vinnudegi.
Þetta er veruleg hækkun sem kemur í kjölfarið á öðrum hækkunum og fannst manni þó nóg um.
Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.