Okrað á lóðum en samt allur peningur búinn

Ingunnarskóli og Sæmundarskóli eru í hverfum þar sem borgaryfirvöld gengu fram fyrir skjöldu og okruðu á lóðaverði.Það var m.a. réttlætt með því að nú ættu borgararnir að fjármagna alla uppbyggingu á svæðinu með því að borga hátt verð. Áður miðuðust gatnagerðargjöld ( lóðaverð ) við

kostnað við lagningu vega, lýsingu, skolp og fl en borgin bætti skólaverðinu ofan á gatnagerðargjöldin. Hefur svo sjálfsagt líka látið ríkið borga með sömu formerkjum. Nú eru þeir peningar greinilega búnir , fóru  í eitthvað annað.Nú vantar 5 til 6 milljarða upp á ( samsvarar 9 ára leigu borgarinnar í Eyktartúni 10 til 12 ).

 

Sem kunnugt er , er fólk þvingað með lögum til að greiða í lífeyrissjóði.Um þá peninga eru deildar meiningar um hvernig farið sé með og hvort kóngarnir sem stýra lífeyrissjóðunum séu að hugsa um lífeyrissjóðsfélaga eða Baug og Bakkavör. Ávöxtun þeirra hefur verið frámunalega léleg. Nú er skrattinn í viðræðum við ömmu sína um að skrattanum verði lánað til að klára  uppbyggingu sem skrattinn hefur þegar fengið greidda áður af einhverjum öðrum. Það er ábyrgðarhluti að lána Reykjavíkurborg framtíðarlífeyri sjóðfélaga.Engin ábyrgur stjórnandi  lífeyrissjóðs myndi gera það nema gegn tryggum veðum.Þau á borgin hinsvegar ekki til. 


mbl.is Lífeyrissjóðir láni borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

borgin er búinn að eyða þessum peningum í hraðahindranir og gerð hjólreiða stíga!

jón (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:58

2 identicon

Þennan glæpalýð verður að stöðva með góðu eða illu.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Því miður ef rétt væri.Þær hafa ekki kostað mikið.Nei vær hafa farið í aðreinar og fráreinar fyrir Baug.Þykk lög af verklausum millistjórnendum en í Reykjavík hafa alltaf verið stunduð vináttu og kunningjastjórnmál.Það er það sem Ingibjörg Sólrún

nefndi umræðustjórnmál.Borgarfræðasetur, verkefnastjórnendur og laun fyrir borgar og varaborgarfulltrúa og laun og kostnað vegna bílstjóranna.Auðvitað á að leggja sveitarfélögin niður eins og við þekkjum þau. Vegagerðin á að sjá um göturnar.Skipulag ríkisins og borgararnir um skipulagið.Skólasamlög foreldra og borgara eiga að reka skólana og lestrarfélög  bókasafnið.Tryggingastofnun ríkisins um hjál við þá sem minna mega sín. Ef það vantar borgarstjóra til að sýna

endrum og sinnum þá á að ráða leikara  til að leika borgarstjórann  tvisvar á ári.

Við þetta myndi útsvarið lækka niður í 4 % prósent  og sá peningur færi í ofanritað.

Einar Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband