14.5.2009 | 12:54
Landstjórinn er handritshöfundurinn
Það má alveg treysta því að Landstjóri AGS er sá sem skrifar handritið að öllu hér. Það er því virðingarleysi við tíma almennings að láta eins og ríkisstjórn og Seðlabanki ráði einhverju. Almenningur heldur að eitthvað sé að marka leiðtoga bankastjórnar VG og Samfylkingar og er jafnvel að ráðgera eitthvað í takt við yfirlýsingar þeirra svo er bara ekkert að marka þær því landstjóri AGS ræður. Í raun
væri best að hafa bara enga ríkisstjórn því þannig er staðan, eða einn Íslandsráðherra
eins og 1904.
Seðlabankinn í klemmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í raun er þetta kjarni málsins, sem Einar Guðjónsson er að segja. Í sjálfu sér má líka orða þetta þannig, að ráðherrar og ríkisstjórn (sem og Alþingi) séu óþarfir milliliðir milli sjóðsins og starfsfólks ráðuneytanna, sem þarf að ráðstafa hlutum þannig að útgjöld og tekjur ríkisins slái í takt við fyrirmæli sjóðsins. Þing og ráðherrar eru þarna einungis til að við sem erum svo ólánssöm að búa á þessu auma skeri höfum einhvern til að skamma, sem skilur íslensku, ekki að það hafi einhverja þýðingu í sjálfu sér.
Swarowsky (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:00
Sammála
Einar Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 13:18
Það verður æ augljósara að við verðum að skila þessu láni til IMF hið snarasta. Það verður enginn friður til að gera eitt eða neitt fyrr en áhrif IMF eru horfin úr íslensku hagkerfi enda er tilgangur IMF sá einn að tryggja að helvítis tjallinn fari út úr málunum án tjóns. Annað vakir ekki fyrir þessu alþjóðlega glæpafélagi. Það skal vera hægt að fá baktryggingar fyrir lánum annars staðar eins og t.d. hjá Japan og Rússlandi ef á þarf að halda ...sem er ekkert víst ennþá.
corvus corax, 14.5.2009 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.