Viðurkenna getuleysið

Gott að sjá að Samfylkingin viðurkennir að stjórnmálastétt flokksins ræður ekki við verkefnið að reka

þjóðríki.Jafnframt viðurkennir hún þá sjálfsögðu almannahagsmuni að koma almenningi undan áhrifum

íslenska flokkakerfisins og stjórnmálastéttar þess.Það verður aðeins gert með því að ganga í EB.Þá fyrst verðum við sett undir nútímalega stjórnarhætti og hverfum frá því landlæga misrétti sem hér hefur ríkt en segja má að slagorð innlendrar stjórnmálastéttar hafi verið´´ berjum á borgurunum og komumst upp með það´´. 


mbl.is ESB aðild samofin endurreisninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þetta heitir raunsætt mat á stöðunni.

Eggert Hjelm Herbertsson, 16.4.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta heitir uppgjöf.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 11:13

3 identicon

Er það rétt að hægt sé að byggja upp traust á krónunni aftur? Hvað kostar það okkur með höftum og tilheyrandi landflótta? Hvert er plan and-ESB sinna - annað en að gagnrýna? Byggja upp 20 þús ný störf í landbúnaði og fiski?

Komið með tillögur um eitthvað betra en ESB í stað þess að rausa stöðugt um hvað þetta sé allt saman vont

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:26

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skynsemi.  Ekkert nema yfirveguð ísöld skynsemi.

Gaman að sjá að menn eru loksins búnir að fatta hvernig sjávarútvegsstefna esb virkar.  Nákvæmlega það sem eg hef sagt allan tíman:

"Sá hræðsluáróður sem rekin hafi verið gegn ESB aðild vegna sjávarútvegsins eigi heldur ekki rétt á sér. „Eins og reglur sambandsins eru í dag, án nokkurrar kröfu um undanþágu, þá byggir úthlutun veiðiheimilda Íslendinga á sögulegum veiðirétti og samkvæmt reglum ESB eiga engir nema Íslendingar rétt á veiðiheimildum í íslenskri lögsögu." Það séu því sterk lagaleg og hagfræðileg rök fyrir því að við getum náð góðum árangri í þessum samningum."

Hugsa sér hve sumir hafa eytt miklu bulli, ergelsi og firru í hræðsluáróður viðvíkjandi þessu sáraeinfalda atriði.  Það er nefnilega umhugsunarvert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég vil hinsvegar snúa mér að öðru sem verður til þess að ég verð enn meira mótfallinn umsókn og/eða inngöngu í þetta klíkuveldi Brusselmanna.

"

On 20 Feb 2009 the European Parliament voted yes to create "SAFE" (Synchronized Armed Forces Europe) as a first step towards a true European military force. SAFE will be directed by an EU directorate, with its own training standards and operational doctrine. There are also plans to create an EU "Council of Defence Ministers" and "a European statute for soldiers within the framework of Safe governing training standards, operational doctrine and freedom of operational action"".

Ég vil halda áfram að vera í herlausu landi og án þeirra kvaða að þurfa að senda kanski barnið mitt í stríð vegna misgáfulegra ákvarðana tekna í Brussel. Þetta er staðreynd sem ekki er hægt að neita eða breita eins og staðan er hjá Brusselliðinu í dag. Áætlanir þeirra eru að öll aðildarríki skaffi fólk í þennann væntanlega her sinn. 

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.4.2009 kl. 11:49

6 identicon

Þú getur verið áfram í herlausu landi.Hin ríkin hafa bara her áfram eins og verið hefur síðan þau urðu þjóðríki.Núverandi aðildarþjóðir hafa allar haft her. Hinu má

ekki gleyma að  frá því að þjóðir Evrópu stofnuðu EB hefur ríkt lengstur friður í Evrópu.Þjóðirnar kynnast hver annarri og sjá að mannfólkinu svipar saman.Þess utan geta menn í Evrópu neitað að ganga í her eða gegna herskyldu af samviskuástæðum.Þeir hafa nefnilega stjórnarskrá sem er sett löngu eftir frönsku byltinguna. Ef við göngum ekki í EB þá neyðast börnin þín til að flytja héðan hvort eð er því annars fer landið úr byggð.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:08

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hinu má ekki gleyma að í þessarri klausu sem samþykt var er talað um að ÖLL aðildarríki útvegi manskap til að fylla raðir þessa væntanlega evrópuhers og eru engin lönd undanþegin þessu þar sem Brussellistarnir líta á Evrópu sem eitt ríki með mörgum svæðisstjórum þó það fari ekki hátt hjá þeim.

Menn þurfa að kunna að lesa á milli línanna sem er eitthvað sem EBéistarnir kunna ekki.

Ég er svo bjartsýnn (svo ég svari hinu sem þú bendir á) að ég hef enga trú á að allir muni flytja héðan. En ef svo fer að flestir flytji héðan þá vona ég að það verði EBéistarnir sem flytji svo þeir geti samsamað sig með hinum uppá meginlandinu og kafnað í reglugerðarfarganinu sem leyfir ekki nema ákveðið útlit á ávöxtum og grænmeti. Svo er spurning hvenær allir þurfa að vera eins byggðir í EBé klíkunni, hítur að detta inn í einhverja reglugerðina á næstunni.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.4.2009 kl. 12:44

8 identicon

Þetta með reglugerðarfarganið er nú bara flökkusaga sem íslenskir stjórnmálaskuggar hafa komið á kreik til að  hræða Bjart okkar í Sumarhúsum.Reglagerðarfargan EB snýst um staðla og er til verndar neytendum s.s. að fyrsti flokkur sé raunverulega fyrsti flokkur.Þú verður þá bara hér áfram

og lætur selja þér 5 flokk en greiðir fyrir eins og um fyrsta flokk væri að ræða. 

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:08

9 identicon

Hahahah, já, staðla um að gúrkur mega ekki vera meira bognar en eitthvað ákveðið, það er eitt af þessum heimskulegu dæmum sem koma frá esb...

Þór (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 973

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband