Kristján X og 9 sigruðu.

Stjórnarskrá Kristjáns 9 og nafna hans X heldur velli eftir málþóf Björns Bjarnasonar á Alþingi í dag.

Það væri gott ef Margrét Önnur Danadrottning tæki málin nú í sínar hendar og afhendi okkur dönsku stjórnarskrána því réttarbætur hafa aldrei náð til Íslands fyrir tilstilli íslendinga.Við fengjum góða stjórnarskrá og fengjum svipuð réttindi og aðrir borgarar í Evrópu.

 

Enn um sinn verðum við því áfram, undirmálsfólk Evrópu í boði meirihluta Alþingis og meirihluta málþófsdeildar Björns Bjarnasonar.


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarskráin okkar er nú bara mjög góð. Hún er einföld og skýr og það geta allir lesið hana. Skil ekki þessa áráttu hjá fólki að vilja breyta henni.

Blahh (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Tja Blahh .

hversu góð hefur hún reynst okkur þegar á reynir  ?

1 . Ég sé ekki að við höfum nokkurn tíma kosið beint um þá stjórnaskrá sem nú gildir .

2. Það er krafa mín allavega að það séu skýr skil á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds ,þ.e. að ráðherrar séu ekki þingmenn.

3. Að við fólkið höfum meira um það að segja hvern við kjósum á þing sem okkar fulltrúa ,þeas að farinn verði finnska leiðinn ,(við þurfum ekki að finna upp hjólið)

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 14.4.2009 kl. 21:20

3 identicon

1.Það er alveg rétt hjá þér

2.Þessi sem við höfum er gjöf frá Kristjánum nr. 9 og 10 og miðast við allt annað

lýðræði en nú er almennt viðurkennt að í orðinu felist.

3. Sammála þér og finnst raunar að draga ætti með tölvu nöfn 63 íslendinga sem yrði falið að semja nýja stjórnarskrá. Í henni gæti falist margt og hefur verið nefnt m.a. að kjósa ráðherra beint, kjósa þingmenn persónulega alla eða að hluta, hugsanlega að kjósa dómara beint og fl. og fl.

Frumvarpið sem við vorum svikin um fjallaði um stjórnlagaþing borgaranna.Það verður ekki í bráð en a.m.k Sjálfstæðisþingmenn vildu halda einkarétti þingmanna til að breyta stjórnarskránni.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:58

4 identicon

1. Rétt, það mætti vel hugsa sér að það yrði gert. Fyrst myndi ég vilja sjá almenna kennslu á atriðum stjórnarskrárinnar, að henni yrði dreift í hús og öllum kennt að skilja efnisatriði hennar. Ef meirihluti fólks væri á móti þessu góða plaggi þá væri sjálfsagt að kjósa um hana.

2. Það er líka krafa mín og ekkert í stjórnarskránni sem hindrar að svo sé. Það er hins vegar miður að ekkert sé í stjórnarskrá sem hindrar ráðherra í að vera þingmenn. Það mætti vel vera inni en það þarf ekkert sérstakt stjórnlaga þing til.

3. Í stjórnarskránni er gert ráð fyrir persónukjöri. Kjördæmaskiptingin hefur skrumskælt þessa ætlun stjórnarskrárinnar. Ef landið væri eitt kjördæmi væri persónukjör lítið mál.

Blahh (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband