14.4.2009 | 18:35
Húsið hefur fengið hirði
Í stöðunni tel ég þetta hið besta mál.Húsið er ekki lengur án ´´hirðis´´, þarna er farinn í gang mikil
jákvæð sköpun og kannski verður þetta til þess að húsið verður gert upp.Ef ekki þá gæti þetta orðið Cristiana okkar í Reykjavík.Mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn erlenda sem innlenda. Mig minnir að Cristiania í Kaupmannahöfn sé 4 mest sótti ferðamannastaður Kaupmannahafnar.
Götuvirki hústökufólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1136
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er samt einhver sem á þetta hús og hefur þar með yfirráð yfir því.
Efast um að þessir krakkar þættu það gaman ef eigur þeirra væru teknar ófrjálsri hendi...
Tryggvi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:06
"Efast um að þessir krakkar þættu það gaman ef eigur þeirra væru teknar ófrjálsri hendi... "
Þetta er akkúrat kjarni málsins, en þar sem að þeir sem fyrir þessu standa trúa því að ein skoðun sé rétt, þeirra eigin, og ein gjörð sé rétt , þeirra eigin, þá er erfitt við þetta að eiga.
Annars er spurning hvort að blogghöfundur hafi áhuga á því að sín eigin eign fái loks hirði ?
Þá væri náttúrulega upplagt að hann myndi afsala sér sinni eign, til hústökufólks.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 19:37
Þessi hús hafa verið hirðulaus og tóm í 3 ár og aldrei fékkst breytt skipulag samþykkt sjálfsagt af því verktakinn greiddi ekki nóg fyrir til flokkanna í Reykjavík.Það skemmist ef það fær engan hita.Þó að þarna kæmi nýtt hús þá verður ekki byrjað á því á þessu ári og ekki er verður að taka heimili af neinum.
Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:54
Heyrðu þú litli tussudrengur þarna Ingólfur Þór.
lestu þetta
www.aftaka.org
þú sérð greinilega að þetta eru anarkistar sem eru hér að verki ekki einhver ungliðahreyfing VG.
Svo ertu líka asnalegur og ljótur og já rola líka!
kær kveðja,
Grímur
Grímur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:16
Ingólfur og allir hinir sem flagga því að þeir sem að þessu standa þættu það ekki gaman ef eigur þeirra væru teknar ófrjálsri hendi....
Þú ættir að skammast þín, þú aumi maður, sem býrð ekki einusinni á landinu. Verið er að slá vörð um menningar arf okkar allra og koma þeim úr höndum manna sem eru meira og minna gjaldþrota núna, menn sem ætluðu aldrei að nýta þessi hús fyrir neitt annað en eldivið og brak. Ef að þú sérð barn sem er illa farið með þá bregstu við því og ef yfirvöld veita þér ekki aðstoð þá bregstu við með hörku og gerir það sem í þínu valdi stendur.
Hér er verið að verna barn fortíðarinna, menningararf okkar, eitthvað sem núverandi eigindum er slétt sama um þar sem græðgin stjórnar þeim alveg.
Þannig spyrðu sjálfan þig, ef þetta væri manneskja sem væri komið það illa fram við og ætlunin með framkomunni væri að rífa niður, mundir þú standa þegjandi og segja í hljóði "annars manns barn og kemur mér ekki við...."
Sleepless, 14.4.2009 kl. 20:26
jæja, best að reyna að komast í gegnum þetta gjamm:
Grímur: "Heyrðu þú litli tussudrengur þarna Ingólfur Þór. lestu þetta www.aftaka.org "
Alltaf gaman að mönnum sem segja hlutina bara eins og þeir eru, og eru óhræddir við það. En þeir eru hinsvegar skíthræddir við að koma fram undir nafni, sem er mjög einkennilegt. Því það má væntanlega ekki persónugera Grím, eða hvað ?
Ég hef margoft farið inná www.aftaka.org , margt áhugavert svosem inná þeirri síðu.
Að öðru leyti er þetta vart svaravert hjá þér, en það er einmitt það sem þú og fleiri gerið og skemmið þarmeð fyrir ykkur í málefnalegum umræðum. Það hvaða skoðun þú hefur á mér, truflar mig ekki. En það er athyglisvert mín skoðun á hústökupakkinu er að trufla þig.
Sleepless: "Þú ættir að skammast þín, þú aumi maður, sem býrð ekki einusinni á landinu"
Það að ég hafi ekki fasta búsetu á Íslandi hefur afskaplega lítið með þetta mál að gera, ég hlýt að geta haft skoðanir eins og aðrir, þó svo að sú skoðun sé ekki sniðin að hugmyndum anarkista eða Vinstri-Grænna, ef útí það er farið. En er annars allt hústökufólkið Íslendingar ? eða hefur UVG í samstarfi við Saving Iceland smalað saman einhverjum atvinnumótmælendum frá Evrópu eins og í fyrri mótmælum ?
Sleepless: "Þannig spyrðu sjálfan þig, ef þetta væri manneskja sem væri komið það illa fram við og ætlunin með framkomunni væri að rífa niður, mundir þú standa þegjandi og segja í hljóði "annars manns barn og kemur mér ekki við....""
Ég ber ekki saman lifandi hluti og dauða, svo einfalt er það. Að öðru leyti ekki svaravert.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 21:03
Hmm... ég myndi segja eitthvað um það sem þú skrifaðir, en svörin eru svo súrrealísk og úr takti við það að það í sjálfu sér er áhugaverðaðra en það sem þú skrifaðir.
Á hvaða lyfjum er þetta fólk? Ekki vex hjá mér nein virðing gagnvart þeim. Það er eins og þau havi litið á skrif þín sem einhverja persónulega árás á sig.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2009 kl. 21:32
Ekki vera svona dannaður Ingólfur. Þetta er hyski, óþjóðalýður og iðjuleysingjar sem engu skila til heiðvirðs samfélags. Sér það á myndskeiði með frétt að þetta er pakk. Svona fólk vill fá Christjaníu á klakann, getur bara drullast til köben og "hangsað" þar. Svona skríl þurfum við ekki á að halda hér á landi. Ítreka, myndskeið með frétt talar sínu máli.
Baldur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:24
Það sem er að trufla ykkur, t.d. Ingólfur og Ásgrímur, tel ég að hafi ekkert með það að gera að við Vatnsstíg 4 hafist nú við fólk án þess að það skuli vera pappírshafar hússins. Það sem ég held að trufli ykkur meira er einmitt partur af tilgangi hústökunnar: að fólk skuli vísvitandi ganga í berhögg við viðurkennda (og meingallaða) samfélagshætti, og það skuli að sama skapi ekki hætta þegar valdið segir stopp. Fullorðið fólk sem er ekki stillt er til þess fallið að valda öðru hlýðnu fullorðnu fólki uppnámi.
Hústakan hefur að sögn hústakenda að hluta til þennan tilgang, að hræra aðeins upp í mér, ykkur og samfélaginu, og helst að fá fólk til að staldra við og hugsa málið. Ég mæli með því að þið gerið það.
Ragnar (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:42
Baldur, eigum við ekki frekar að senda "hústökufólkið" úr landi sem keypti fyrir illa fengið fé hvert húsið á fætur öðru undanfarin ár, bolaði í burtu fólki sem vildi ekki selja og lét húsin svo grotna niður?
Einar Karl, 14.4.2009 kl. 23:41
Vandamál þessa fólks er einfaldlega hugmyndafræðileg rökleysa þess. Þetta eru lítil börn sem eiga eftir að böðlast í gegnum ógrynni af stjórnmálaheimspekibókum, sögu bókum og ýmsu fleira. Sjálfur er ég anarkisti en ég hlæ að þessu pakki sem heldur úti aftaka.org.
Jeje (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:43
Það sem mér finnst svo mótsagnakennt við þig Einar Karl er að þú skulir hjálpa vondum kapitalistum að búa til eignarrétt um hugverk sín með einni hendi en styðja eignarnám með hinni hendinni. Aukin heldur, finnst þér ekki undarlegt að styðja málstað anarkista sem vilja allt ríkisvald burt á sama tíma og þú þiggur laun þín frá einhverju hálf opinberu apparati sem heitir einkaleyfastofa?
Jeje (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:46
Jeje: ég kaupi það ekki að þú sért anarkisti. En velti hins vegar fyrir mér hvers vegna þú sérð þig knúinn til þess að segja það.... Er þetta svona "ég er ekki rasisti, en mér finnst samt X" þar sem X er rasísk athugasemd?
Ragnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 04:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.