Hálfur milljarður í styrk frá ríkinu til Varðar

Samkvæmt þessari tilkynningu hefur ''ríkið'' ( án þess að alþingi eða almenningur sé spurður ) ákveðið að styrka tryggingarfélagið Vörð um 500 milljónir næstu 3 árin.Bætist þessi styrkur við aðra styrki sem tryggingarfélögum eru tryggðir með ýmsum sérlögum frá þjófþingi sérhagsmunanna.
Einn þeirra er um að Alþingi þvingar fasteignaeigendur í landinu til að kaupa brunatryggingar á fasteignir sínar á tíu sinnum hærra verði en þarf. Þá þurfa tryggingarfélögin ekki einu sinni að geta staðið við tryggingar sínar né vera gjaldfær. Samt verða fasteignaeigendur að '' kaupa'' nauðungartryggingar þessar. Geri þeir það ekki eignast tryggingafélögin fasteignirnar.Tólf milljarðar eru þeir peningar sem fasteignaeigendur verða að láta af hendi til tryggingarfélaganna á hverju ári. Tekjurnar eru tæplega 14 milljarðar á ári en brunatjón að jafnaði um 1200 milljónir á ári. Lungin af þeim er sennilega greiddur af sértryggingum eins og innbústryggingum sem gefa aukaiðgjöld. Gefur því auga leið að hér eru miklir velferðarstyrkir í boði handa tryggingafélögum. Þá er tryggingarfélögum einnig falin innheimta á ýmsum sköttum m.a. ofanflóðasjóðsgjaldi.
Til skamms tíma tryggði ríkið sig ekki enda miklu ódýrara fyrir ríkið að kaupa engar tryggingar. Í þessu sambandi má nefna að ekki hefur kviknað í fasteign í eigu ríkissjóðs í marga áratugi. Nú hefur '' ríkið'' greinilega ákveðið að styrkja Vörð og einhver fær auðvitað kött af viðskiptunum.
Ekkert eftirlit er hinsvegar með tryggingarfélögum og starfsemi þeirra og engin fylgist heldur með fjárreiðum ríkissjóðs nema Rendi og allir vita að það er bara til málamynda og beinist aðallega að litlum aðilum.
Þessir velferðarstyrkir til tryggingarfélaga beint og óbeint eru auðvitað óheimilir skv. ESA samningnum og Mannréttindasáttmála Evrópu en því miður tekur nokkur ár enn að vinda ofan af þessu enda íslenskir ríkisdólgar í fremstu röð þegar kemur að mannréttindabrotum.

mbl.is Vörður tryggir fasteignir ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband