30.12.2011 | 12:48
Verður Samherji sjálfur ráðherra ?
Bankarnir og tryggingarfélögin hafa átt tryggan vin í Árna Páli svo sennilegast er búið að tryggja velferð banka og tryggingarfélaga til næstu framtíðar. Má svo sem segja að óþarfi sé að halda úti ráðherrastarfi í kringum þetta því frumvörpin hafa hvort eð er verið samin í bönkunum eða á skrifstofu tryggingarfélaganna.
Sama má auðvitað segja um Jón Bjarnason en hann hefur að vísu aðeins verið að rembast við og smábátar hafa fengið örlítinn kvóta en nú er sennilegast að ráðherra Samherja í ríkisstjórninni verði starfsmaður fyrirtækisins á Alþingi Hr. Björn Valur Gíslason. Steingrímur sjálfur er sennilega á útleið og fer sennilega að vinna í útlöndum fyrir AGS en það eru mörg þjóðfélög sem á eftir að eyðileggja og þessi markaðsmaður AGS númer 1 getur örugglega orðið ráðgjafi á þeirra vegum. Engum hefur áður tekist að selja stefnu AGS sem vinstri stefnu. Þá hefur hann þegar tryggt sérhagsmuni sína tryggilega á síðustu þremur árum.
Ekki sami maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.