Þjóðnýta á íbúðarlánin.

Úr því sem komið er þá er sennilega fljótlegast að ríkið þjóðnýti íbúðar og fyrirtækjalánin í landinu og greiða eigendum þeirra hrakvirði þeirra. Þetta myndi þýða að lánin lækka um helming og ástandið verður viðráðanlegt.Um leið á að leggja niður þvingunarbrunatryggingar en þær þvinga heimilin til að niðurgreiða starfsemi tryggingarfélaga um 13. milljarða á þessu ári. Við þá aðgerð eina fengju heimilin 13 milljarða í vasann.Hvorutveggja er fljótgert og engin er snuðaður. Þá er sennilega rétt að þjóðnýta almannaveituhluta OR en láta braskhluta starfseminnar í nauðasamninga.Þá þarf að færa Seðlabankavexti niður í 1% og um leið að bjóða erlendum aðilum að koma hér inn á lánamarkaðinn en útséð er um að íslendingar geti rekið bankastarfsemi sjálfir.
Allt skiptir þetta miklu máli fyrir samkeppnishæfni Íslands og þar með lífskjörin í landinu. Allt þetta tekur miklu skemmri tíma en að skipa aftur nefnd um að meta verðtrygginguna.
mbl.is Hagfræðistofnun skoðar verðtrygginguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loksins einhver sem fattar hugtakið "uppstokkun". Hér er svo sannarlega uppstokkunar þörf. Alveg eins og maður ýtir á reset á tölvunni þegar hún er frosin.

Með því að fara svokallaða eignarnámsleið (sem er vægari aðgerð en þjóðnýting) er ekkert því til fyrirstöðu að fara í 16% flata niðurfellingu að kostnaðarlausu.

Auk þess er hægt að skattleggja 163 milljarða hagnað nýju bankanna til dagsins í dag. Það liggur tillaga fyrir Alþingi um það, og forsætisráðherra segist jákvæð.

Og 150 milljarða verðbætur sem lífeyrissjóðir hafa eignfært frá hruni. (Þessar verðbætur borguðu ekki lífeyrisþegar inn í sjóðina heldur lántakendur.)

Það eru engar heilagar kýr nema heimilin. Því án þeirra er ekkert atvinnulíf, ekkert velferðarkerfi, ekkert stjórnmálalíf og þar af leiðandi ekkert öryggi fyrir neinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2011 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 978

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband