23.9.2011 | 19:11
Siðblindulýðveldið.
Ísland er Lýðveldi Siðblindunnar og laun lögreglumanna eru talandi tákn um það. Auðvitað eiga lögreglumenn að vera virkilega vel launaðir og það á að vera betur launað að vera lögreglumaður en bankamaður eða deildarstjóri í aðgerðarleysisdeildum stjórnarráðsins.
Lögreglumenn vonsviknir og reiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er að vera vel launaður ? Og hvernig og hver á að skilgreina mikilvægi starfsstétta ?
Kennarar, Félagsráðgjafar. hjúkrunarfræðingar, Leikskólakennarar, Lögreglumenn ?
hilmar jónsson, 23.9.2011 kl. 19:36
Ég er algjörlega sammála þér Einar. Ríkisstjórnin er gjörsamlega siðblind.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.9.2011 kl. 20:09
Það er ekki svo auðvelt að skilgreina mikilvægi starfsstétta. Sá munur er þó á milli þeirra stétta sem hér eru taldar upp að allar hafa þær verkfallsrétt fyrir utan lögreglumenn. Verkfallsrétturinn gerir það að verkum að þessar starfsstéttir, fyrir utan lögreglumenn, hafa því sem næst ásættanleg grunnlaun.
Verandi lögreglumaður finnst mér ekki endilega að ég ætti að vera með hærri grunnlaun en háskólamenntaður einstaklingur, en mér þætti það eðlilegt að það væri metið til launa hvernig starfið er og hvað lögreglumenn þurfa að þola í sínu starfi.
Eiríkur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 20:15
Ágæti Hilmar
Ef lögreglumenn væru með nálægt því sambærileg grunnlaun og stéttirnar sem þú nefnir væru þeir ánægðir. Enginn af þessum stéttum þurfti að standa frammi fyrir Alþingi og sitja undir saur og hland og grjótsendingum fólksins sem kom Steingrími fjármálaráðherra til valda.
Það er ekki meiningin að gera lítið úr vægi kennara og hjúkrunarfræðinga en fæst af þessu fólki myndi láta bjóða sér líkamsmeiðingar líflátshótanir viðskiptavina sinna til lengdar. Alla vega ekki fyrir skitnar 211þus krónur í byrjunarlaun.
Fulltrúar fjárveitingavaldsins, alþingismenn, þurfa nú og bíða og vona og sjá hvort lögreglumenn séu tilbúnir að mæta niður á Alþingi og verja þau fyrir réttlátri reiði almennings. Þær voru heldur kaldar kveðjurnar í Gerðardómnum og lítt hvetjandi. Sjálfsagt verða margir lögreglumenn með einkenni kvíðaröskunar og illa haldnir af hausverk þann 1.október vitandi af mögulegum mótmælum.
Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 20:16
Ég er á engann hátt að gera lítið úr ábyrgð og álagi í starfi lögreglumanna Runi eða launakröfum þeirra.
Við skulum heldur ekki láta eins og starf lörelunnar snúist eingöngu um ofbeldi og meiðsl, sem betur fer heyrir það til undantekninga.
hilmar jónsson, 23.9.2011 kl. 20:28
Hilmar, lögreglumenn bera langt um minna úr býtum en stéttirnar sem þú nefnir. Þetta eru mikilvægustu stéttirnar þ.e. lögreglan, kennarastarfið, hjúkrunarstörfin ásamt verkamannastarfinu. Það á að vera eftirsóknarvert að vera lögreglumaður. Kaupið á að firra þá fjárhagsáhyggjum og tryggja að þeir verði ekki keyptir.
Einar Guðjónsson, 23.9.2011 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.