Arfur Ögmundur ?

Enginn verður var við að nokkur Innanríkisráðherra sé í landinu.Ef það er innanríkisráðherra þá er hann klárlega í sama flokki og Frankó.Og þó, Frankó gamli tryggði að minnsta kosti heimilsrétt.
Eina arfleið Ögmundar á kaupi sem Innanríkisráðherra er að gera ekkert nema vera með fagurgala. Þannig er Sýslumönnum enn gert að brjóta Lög um mannréttindasáttmála Evrópu með viðamikilli samkeppni við starf Hells Angels. Á Íslandi missir fólk nefnilega eigur sínar án nokkurar aðkomu dómstóla. Þannig er helsta starf Sýslumanna að annast innheimtu fyrir tryggingarfélög og sveitarfélög en til fjárhagslegs ávinnings fyrir lögmenn og innheimtufyrirtæki og hafa þau í framkvæmdinni algjört sjálfdæmi um kostnað og fórnarlömb geta ekki hringt í lögreglu eða hún að minnsta kosti kemur ekki þeim til hjálpar. Þannig hefur í tíð Ögmundar orðið til umsvifamikill ríkisstyrktur innheimtuiðnaður en um leið hefur ríkisvaldið tekið á sig allan útlagðan kostnað við innheimtuna. Ekki virðist meira hafa þurft til en heimsóknir framkvæmdastjóra tveggja '' innheimtufyrirtækja'' í Dómsmálaráðuneytið til að lögum var breytt til hagsbóta fyrir hinn innlenda klíkutengda innheimtuiðnað.
Þá er allt lið undirmannaðar lögreglu notað til innheimtunnar hér án þess að nokkuð komi í hlut hennar.Þetta atvik sýnir svo vel áherslur þessarar ríkistjórnar. Aumingja þeir sem kusu VG og héldu að hann væri vinstra framboð en svo kom á daginn að þeir eru bara stjórnmálaarmur fasískra '' landeigenda''.
mbl.is Lögreglan beitti valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með lögum skal land byggja.

Kynna sér málavexti áður en ályktanir eru teknar.

Sveinn (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 14:52

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tek undir kaldhæðnina sem Einar er að benda á. Ég tek líka undir þetta sem Sveinn nefnir hér að ofan, sérstaklega:

"Með lögum skal land byggja."

Það er alls ekki farið eftir þessu hér á landi nema hjá þeim neðst settu í goggunarröðinni hér á Íslandi. Ef þú átt peninga og hefur völd þá ertu nær ósnertanlegur, nema kannski fyrir gróft ofbeldisbrot eða ölvunarakstur. 

Sumarliði Einar Daðason, 31.8.2011 kl. 14:59

3 Smámynd: corvus corax

Bla, bla, bla! Það eru ólög sem leyfa glæpamönnum að stela þjóðarauði og stjórnmálamönnum að vernda fjármálakerfið en velta öllum kostnaði við þjófnaðinn, samtryggingu fjármála- og stjórnmálamanna yfir á saklausa launaþræla með eignaupptöku. Með lögum skal land byggja, en lögin verða að ná til allra. Ekki bara þeirra sem verða fórnarlömb glæpamanna og stjórnmálamanna.

corvus corax, 31.8.2011 kl. 15:00

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sveinn '' en með ólögum eyða'' . Þetta eru málavextir sem ég er að lýsa.

Einar Guðjónsson, 31.8.2011 kl. 15:07

5 Smámynd: Landfari

Maður hefur engar forsendur til að taka afstöðu í svona máli. Maður hafði mikla samúð með einhverjum sem var borinn út í fyrra og komst í fréttirnar því það voru mótmæli við húsið. Svo kom nú í ljós húsið lá undir skemmdum vegna hirðuleysis hans og þau svo mikil að íbúarnir á hinni hæðinn höfðu þurft að flýja húsið.

Landfari, 31.8.2011 kl. 16:20

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Auðvitað verðum við að vita um málavöxtu en hvað er í gangi hjá okkur ætlum við að láta bera okkur öll út því með sama áframhaldi þá verður hér almenn eignarupptaka banka og Íbúðarlánasjóðs því að lánin sem veitt eru standast ekki nein lög, lán sem tekin eru til 40 ára hækka í 23 ár áður en þau greiðast niður og með sama áframhaldi þá er að koma upp kinslóð sem skuldar miklar upphæðir þegar hún fellur frá!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 18:02

7 Smámynd: Landfari

Sigurður, passaðu þig nú að festa ekki augun á krónutölunni á eftirstöðvunum. Þú þarft að horaf á vermætið í skuldabréfinu og vega að saman við verðmæti fasteignarinnar sem keypt var fyrir bréfið.

Þó krónutalan á bréfinu hafi hækkað eftir 23 ár skal ég fullyrða við þig að verðmæti hússins í krónum talið hefur hækkað meira.

Landfari, 31.8.2011 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband