Vel tengdur húseigandi.

Þessi samningur var auðvitað gerður til að styðja húseigandann þáverandi sem var fyrirtæki í eigu Péturs Kjartanssonar, lögfræðings og mikils '' sjálfstæðismanns''. Sennilega hefur Jón Kristjánsson gert einhvern skiptidíl við ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Fjórflokkakerfið virkar þannig að ráðherra sjálfstæðis er stundum fengin til að leppa greiða við framsóknar og samfylkingar og saman fá velviljaðir að standa á beit í ríkissjóði. Alltaf er hugsað fyrir velferð góðkunningja flokkakerfisins.

  Húsnæðið á Austurströnd er 700 fermetrar og tvær milljónir á mánuði í húsaleigu gerir um 2.900 kr. á fermetra. Við flutninginn nefndi þáverandi Landlæknir að helst þyrfti þó embættið að flytja á 5 ára fresti en samt gerði hann 25 ára samning ( sennilega einhver staðið með byssuígildi fyrir aftan hann ). Sennilegt er að leigan hafi upphaflega verið um 1.300. þúsund í janúar 2003 eða ígildi eins Kia bíls á mánuði. Fasteignamat hússins var 54 milljónir árið 2003 en er núna 85 milljónir. Markaðsverð húshlutans hefur sennilega verið um 70 milljónir þegar Landlæknisembættið flytur í janúar 2003 og eðlilegt leiguverð fyrir svona húsnæði þá var um 1000 krónur á fermetra en ríkið '' bauðst'' til að greiða nærri 100% meira í leigu en algengt var. Samt var húsnæðið úr alfaraleið en þó átti almenningur að eiga viðskipti við Landlæknisembættið.

Ef ríkið hefði keypt svona skrifstofuhúsnæði fyrir 70 milljónir árið 2003 og greitt það með láni til 25 ára á 5% vöxtum þá hefðu afborganir og vextir á mánuði verið um 409 þúsund á mánuði. Með öðrum orðum þá hefði ríkissjóður sparað sér um 900 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 11 milljónir á ári við að kaupa skrifstofuhúsnæði. Eitthvað hefði kostað að viðhalda húsinu og sennilega um 1.400 þúsund á ári en allt að einu hefði verið miklu betur farið með fjármuni ríkisins við að kaupa húsnæði undir starfsemi Landlæknisembættisins heldur en að leigja plássið.

Bara þarna hefur spillingin kostað skattgreiðendur um 180 milljónir á 8 árum en auðvitað er þarna verið að ræna ríkissjóð innanfrá. Auðvitað á það að vera refsiverð háttsemi að gera svona samninga og það ætti að gilda bæði um húseigandann og ríkisstarfsmanninn sem '' tók'' að sér framkvæmdina en örugglega hefur tvíflokkurinn stýrt þessu á bak við tjöldin.

Spurningin núna er hverjum er Landlæknisembættið látið hjálpa með húsaleigusamningnum um skrifstofuna í Heilsuverndarstöðinni ? Er það sjálfstæðis eða samfylkingar ? eða framsóknar ?


mbl.is Vandamálið óuppsegjanlegur samningur til 25 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þú segir Einar að eðlileg leiga hafi vrið um 1000 kr. en ríkið hafi greitt yfir 85% hærra verð. Þú gleymir að vísu fasteignagjöldunum og tryggingum en það breytir engu um að þetta eru óeðlilegar tölur. Þetta finnst mér rannsóknarefni en ekki 25 árin. Nema náttúrulega að þau virðast hafa hækkað leiguna en hefðu átt að lækka hana.

Ekki ertu svo minnugur að muna af hvaða ástæðu Landlæknir taldi embættið þurfa að flytja á fimm ára fresti? Ef það var vegna síbreytilegara þarfa í húsnæiðsmálum er náttúrulega út í hött að gera 25 ára samning.

Landfari, 22.8.2011 kl. 21:07

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Í viðtali við Morgunblaðið 11. janúar 2003 þá nefndi hann eina af ástæðum að það væri alltaf svo mikið drasl að henda. Næsta frétt er auðvitað sú staðreynd að Landlæknisembættið greiðir hærra verð fyrir leigu á aðstöðu í gamla húsi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Í báðum tilvikum er leiga langt langt yfir markaðsverði. Leiguverð til ríkisstofnunar ( sem fer ekki á hausinn ) ætti að vera töluvert undir markaðsverði alveg óháð leigutíma enda eru viðskiptin nánast áhættulaus.

Einar Guðjónsson, 22.8.2011 kl. 22:20

3 Smámynd: Landfari

Leigan á nýja staðnum er hærri en hinar tvær til samans en hinsvegar er fermetraverðið lægra skilst mér. En ég er alveg sammála þér að leigan ætti að vera lægri. Reyndar var það svo í den eins og maður segir að fjárfestar greiddu fyrir leiguhúsnæði um og yfir hundraðfalda mánaðarleigu en ef húnæðið var með langtímasamning við ríkið var leigan allt að 120 föld. Þetta var nú fyrir gullgrafartíðna hér á landi en segir samt sitt.

Miðað við þessa skýringu á flutningaþörf embættisins var nú ekkert óeðlilegt við að gera 25 ára samning en ef þetta er rétt eftir haft hjá þér með leiguna er samningsupphæðin alveg út úr korti í báðum samningunum. Þar er Guðbjartur undir sömu sök seldur og sá sem hann er að gagnrýna og það þykir mér miður því ég hef svolítið álit á kallinum og ber minn hluta af ábyrgðinni að hann er í þessu embætti.

Landfari, 22.8.2011 kl. 22:41

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Finnst ekki í lagi að leigja húsnæði undir ríkisstofnanir, hér er um að ræða embætti sem hefur verið til síðan 1760.  Bjarni landlæknir Pálsson kenndi íslendingum að þvo sér um hendurnar og við það snarminnkaði barnadauði í landinu og almennt heilsufar batnaði mikið við það eitt. Handhafar framkvæmdavalds hafa greinilega ekki enn lært að þvo sér um hendurnar. Bandaríkjastjórn leigir ekki einu sinni hús undir sendiráð sín en þetta nýja ráðslag hér ( c.a. 20 ára gamalt ) er auðvitað gert til að tæma ríkissjóð og einhverjir hafa örugglega fengið '' kött''.

Einar Guðjónsson, 22.8.2011 kl. 23:13

5 Smámynd: Landfari

Það er alveg ljóst að það borgar sig ekki að leigja fyrir ríkið á þessu verði. En ef verðið er rétt á það ekki að vera neitt óhagkvæmara en kaupa þó ég sé sammála þér að eðlilegra sé að ríkið eigi sín hús. Gallinn við það fyrirkomulag er að í endalausu aðhaldi hefur reynslan sýnt að viðhaldið er sparað úr hófi og því verða viðgerðir æði kostnaðarsamar þegar ekki verður lengur komist hjá viðgerðum. Með eðlilegri leigu er viðhaldsfé tryggt í föstum mánaðarlegum útgjöldum stofnunarinnar.

Landfari, 22.8.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband