22.7.2011 | 21:27
Sveitarstjóradólgur númer eitt.
Illugi er örugglega sveitarstjóradólgur númer eitt meðal hundrað jafningja. Sveitarstjórakerfið og sveitarfélagakerfið er auðvitað dæmi um úrkynjun því kjarninn í því er hópur sem lifir sníkjulífi á ríki og íbúum. Hópur sem lifir á því að hirða umboðslaun af peningum frá ríkinu sem renna eiga í skólahald og félagsþjónustu en skila sér aldrei alveg af því yfirstjórnin eyðir þeim í sig og sína og er alltaf ábyrgðarlaus. Kerfinu er viðhaldið af sveitartjóradólgum sem láta kjósa sig á Alþingi og þar passa þeir upp á að vernda kerfið með flutningi verkefna '' nær'' borgurunum.Þegar svo kemur af því að veita þjónustuna þá er hún engin og ríkisvaldinu alltaf kennt um. Beiðni Elliða er í raun skólabókardæmi um þetta en skv. fréttinni er hann '' óformlega'' að panta þjónustu frá rússneska sendiherranum eins og hann sé húskarl hjá Vestmannaeyjabæ til að panta skip í verkefni í allt öðru sveitarfélagi sem ekki hefur pantað neitt og hann á að redda verki í höfn sem ríkið á. Sjálfur ætlar hann aldrei að borga neitt og heldur ekki Vestmannaeyjabær.
Mikilvægasta réttarbót á Íslandi væri að leggja niður sérréttindi og hlutverk sveitarfélaganna og frelsa borgaranna undan þeim og dólgum þeirra.. Við það myndu sparast miklir peningar og samfélagið batna. Elliði og hans líkar gætu þá einbeitt sér að því að leggja Rótary og spilaklúbbum lið.
Leitar til Rússa vegna Landeyjahafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara maður sem er að vinna vinnuna sína, eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.
Sveinn Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 22:49
Það á bara að hætta þessari vitlausu strax áður en að manntjón verður og ekki líst mér á það að Baldur leysi Herjólf af!!! þar er mikill munur á skipum og ekki saman að líkja,ef Baldur fær á sig þau brot sem Herjólfur hefur fengið á sig þarna við að sigla inn þá ræður hann ekki við það enda Herjólfur mun öflugra skip.Ekki er ég viss um að Elliði myndi votta ættingum þeirra samúð sína ef slys yrði frekar en hann gerði í Þorlákshöfn í síðustu næstum því ferð Herjólfs þangað en þar var það áhöfn Herjólfs sem þakkaði Þorlákshafnarbúum samstarfið í gegnum árin en Elliði var of upptekinn við að skála í kampavíni um borð og lét ekki sjá sig á bryggjunni...
Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.7.2011 kl. 23:12
Að sníkja skip og pening frá rússum til að moka sandburði frá Eyjafjallajökli ? Er það vinnan hans fyrir kaup skattgreiðenda ? Eða fjölmiðlagráturinn og sníkjurnar í gegnum miðlana. Skil ekkert í eyjamönnum að vera með mann grátandi á hafnarbakkanum og greiða honum 1500 þúsund fyrir á mánuði ? er ekkert sem þarf að gera í bænum ? slá gras, þrífa gangstéttar ? spúla hafnarkantinn ?
Einar Guðjónsson, 23.7.2011 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.