Má hver sem er kalla sig lækni ?

Má hvaða fúskari sem er skera fólk upp og kalla sig lækni ? Er það ekki spurningin hér en málið snérist um að fólkið kallaði sig ljósmyndara án þess að vera það.

Þessi frétt segir líka það að eigendur brosbarna hljóta að hafa góð tengsl inn á Mbl. is því  mig rekur ekki minni til að annað eins '' fórnarlambsviðtal'' hafi fyrst við fólk sem tapar litlu dómsmáli og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Sýnist raunar á öllu að niðurstaða Héraðsdóms hafi verið í fullu samræmi við lögin.

Vonin um villta vestrið blundar hins vegar í íslendingum nú sem fyrr.


mbl.is Áfrýja dómi héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Veitingahúsin á Íslandi eru mönnuð fólki sem kallar sig þjóna og kokka án þess að hafa til þess nokkur réttindi. Samt virðist það geta eldað ætan mat og jafnvel blandað vodka í kók án þess að klúðra því. Hins vegar kemur munurinn á fagmennsku og fúski vel í ljós í samanburðinum. Fúskið er hins vegar verðlagt jafnt fagmennskunni og enginn segir neitt.

corvus corax, 15.11.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Billi bilaði

Nú hafa þau haldið því fram að þau hafi ekki kallað sig ljósmyndara. Veist þú betur?

Billi bilaði, 15.11.2010 kl. 14:07

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Billi skil þig ekki ? þau kölluðu sig ljósmyndara án þess að vera ljósmyndarar skv. iðnlöggjöfinni.

Einar Guðjónsson, 15.11.2010 kl. 14:13

4 identicon

Einar

Þau auglýstu verðskrá samkvæmt myndvinnslu.

Þau rukkuðu ekki fyrir ljósmyndunina.

Og ekki neinstaðar á síðunni þeirra var tekið fram að þau væru ljósmyndarar.

http://replay.waybackmachine.org/20070203022845/http://www.brosborn.tk/

Photo Voices (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 14:23

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er kjánalegt að bera störf ljósmyndara saman við störf lækna. Ef læknir gerir mistök getur hann valdið alvarlegu heilsutjóni eða dauða og því er nauðsynlegt að gera til hans ákveðnar menntunarkröfur. Ljót mynd veldur hins vegar engum heilsutjóni né dauða. Eina röksemdin fyrir kröfum um starfsleyfi ljósmyndara er að þeir meðhöndla hættuleg efni. En eftir að stafræn ljósmyndun kom til sögunnar eiga þau rök ekki við. Með öðrum orðum er fáránlegt að banna fólki að stunda tiltekið starf nema almannaheill krefjist slíks banns. Það á ekki við um ljósmyndara.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.11.2010 kl. 14:59

6 identicon

Ég bara verð að gera athugasemd við samlíkinguna þína. Þegar þú leitar læknis þá treystir þú því að hann hafi þekkingu sem getur varðað heilsu þína eða jafnvel líf þitt. Ljósmyndarar eiga mjög erfitt með að valda einhverjum skaða með vinnu sinni, nema þeir séu að vinna með einhver spilliefni sem var ekki tilfellið þarna.

Halldór Rúnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 15:00

7 identicon

Nei, hver sem er getur ekki kallað sig lækni því það starfsheiti er lögverndað.

Lögverndun starfsheita hefur og á að hafa þann eina tilgang að vernda kúnnann fyrir mögulegum óafturkræfum skaða.

Lögverndunin á aldrei að ná til þess að vernda starfsmanninn - eingöngu viðskiptavininn.

Ættu söngvarar t.d. að fá lögverndun á starfsheitið söngvari af því þau eru búin að fjárfesta svo miklu af peningum og tíma í að fága röddina?

Nei, að sjálfsögðu ekki.

Menntun og þjálfun á svo mörgum sviðum hefur það að markmiði að bæta sig og verða betri en aðrir sem ekki hafa átt þess kost eða viljað fá formlega menntun.

Og þarna ræður markaðurinn einfaldlega - og smekkur fólks.

Ef áhugasöngvarinn fær til sín fleiri hlustendur og selur meira af sinni músik en sá menntaði - tsja,töff sjitt!

Hulda (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 15:17

8 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þorsteinn, þá þarf bara að breyta iðnlöggjöfinni en skv. henni mega þeir einir kalla sig ljósmyndara sem eru menntaðir ljósmyndarar. Má ekki bara líka segja að við eigum ekki að lögvernda neitt ? leyfa íslensku fúskaðferðinni að ráða ? Láta leigubílstjórann setja peningamálastefnuna fyrir Seðlabankann ? Eigum við ekki bara að leyfa öllum að skera upp eða gera burðarþolsteikningar af húsum ?

Einar Guðjónsson, 15.11.2010 kl. 15:30

9 identicon

75. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.

Ég get fær rök fyrir því að almannahagsmunum sé betur borgið ef ljósmyndun sé ekki undir iðnlöggjöfinni og ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því að hún ætti að vera undir iðnlöggjöfinni.

Þegar ljósmyndun er orðin alveg stafræn og enginn efni eins og eru notuð við framköllun notuð þá eru ekki til þau rök sem segja að almannahagsmunir krefjist þess að bana fólki að stunda ljósmyndun fyrir greiðslu - iðnlögin stangast hér því á við stjórnarskránna og Brosbörn eiga rétt á skaðabótum frá ríkinu fyrir lögleysu. Ég som formaður HUL - hagsmunasamtaka um ljósmyndun fór með erindi til ráðuneytisins um að fá þessu breytt og er það þar í vinnslu núna.

 Endilega leitið að "Frelsi til ljósmyndunar" á facebook til að fylgjast með málinu.

Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 16:19

10 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það kemur fram víða að þau seldu ljósmyndatökur s.s. í viðtölum og víðar en vörn hennar var m.a. sú að hún hefði útskrifast úr myndvinnslu og grafískri hönnun sem er alveg sjónarmið. Hún er ekki fúskari í þeim fögum en til að reka ljósmyndastofu þá þarf hún að hafa menntun sem iðnaðrlögin viðurkenna.

Iðnaðarlögin og ákvæði þeirra er ekki sett af því að á einhverjum tíma hafi ljósmyndarar verið að vinna með hættuleg efni. Það er bara bull.

Einar Guðjónsson, 15.11.2010 kl. 17:31

11 identicon

Einar Guðjónsson: Ef það er bara bull - segðu mér þá hvaða almannahagsmunir eru í húfi - það þýðir ekki að segja bara að það sé bull og geta ekki útskýrt hvaða almannahagsmunir eru í húfi. Það er kýr skýrt í stjórnarskránni að það megi ekki skerða atvinnufrelsi nema almannahagsmunir séu í húfi. Ég get skilið að þeir séu í húfi vegna hættulegra efna en það er ekkert annað í ljósmyndun sem gætu talist til almannahagsmuna - ekki eftir að stafræna tæknin kom til sögunar.

Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 19:15

12 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sigurður, ég þarf ekkert að nefna neina almannahagsmuni. Þú verður að eiga þetta við einhverja aðra en mig t.d. alþingismenn. Það er bull að ljósmyndarar einir megi reka ljósmyndastofur og að iðnlögin hafi verið sett svo að hver sem er væri ekki að vinna með hættuleg efni. Efnin voru heilsuskemmandi og því hættuleg öllum, líka ljósmyndurum.

Fjölmargir án iðn réetinda selja og umgangast hættuleg efni t.d. afgreiðslufólk í garðyrkjustöðvum.

Einar Guðjónsson, 15.11.2010 kl. 20:17

13 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þ.e. lögin um að aðeins ljósmyndarar megi reka ljósmyndastofur voru ekki sett til að tryggja umgang við hættuleg efni við tiltekna starfstétt enda taka ljósmyndarar ljósmyndir gegn gjaldi. Þeir taka ekki að sér að eyða efnum fyrir Pétur og Pál.

Einar Guðjónsson, 15.11.2010 kl. 20:20

14 identicon

Vissulega má ekki hver sem er kalla sig lækni.  En læknar gefa fólki lyf, skera upp og vænhafi gæti kostað mannslíf.

Pípulagningarmenn gætu ollið stóru eignar og heilsutjóni ef pípur þeirra leka.

Við þessi störf og fleiri krefjast almannahagsmunir þess að fólkið hafi menntun.

Það eru engir hagsmunir í húfi við ljósmyndun þar sem enginn drepur þig með myndavél.  Og ef þú ert ekki sáttur með myndirnar sem voru teknar fyrir þig þá bara greiðiru ekki fyrir þær.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband