Reglurnar mjög þröngar ?

Þessar tölur gefa ekki rétta mynd því eins og með atvinnuleysistryggingar þá er tölfræðin fölsuð. Þessi frétt minnir raunar á aðra frá síðustu viku byggða á hugleiðingum Stefáns Ólafssonar prófessors á BSRB þingi.Sá hafði fundið út að stuðningur sveitarfélaganna við aðra en starfsmenn borgarinnar hefði minnkað. Hann hlýtur að hafa undanskilið framkvæmdastjórana hjá Borginni.

Sannleikurinn er sá að örugglega miklu fleiri hafa sótt um aðstoð en verið synjað. Þannig er fólki sem býr í foreldrahúsum synjað um fjárstuðning. Sá sem á skráða á sig tvo bíla er synjað um fjárhagsaðstoð og þannig koll af kolli. Reglur sveitarfélaganna eru í flestum tilvikum brot á lögum um framfærsluskyldu sveitarfélaganna en engin er í aðstöðu til að gera neitt því þau eru algjörlega eftirlitslaus í lögbrotum sínum.


mbl.is Um 6000 heimili fengu fjárhagsaðstoð í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sé ekki hvað er falsað við þetta sorry! Þarna segir:

Aukin fjárhagsaðstoð helst í hendur við aukið atvinnuleysi. Fyrir þá einstaklingar sem missa atvinnu og eiga engan eða lítinn rétt til atvinnuleysisbóta er fjárhagsaðstoð sveitafélaganna sú lágmarks framfærsla sem hinu opinbera ber að tryggja. Um 40% þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð í fyrra var fólk án atvinnu.

Það er ekkert verið að segja hvað mörgum hefur verið hafnað. Enda hefur það verið örugglega sambærilegt áður. Þ.e. að fólki er hafnað.

Þannig að ég sé ekki hvað er falsað og ekki skil ég hvað þú átt við með  að sveitarfélög séu að brjóta framfærsluskyldu sína? Ef þau eru að brjóta hana þá á að kæra þau.

Eins skil ég ekki hvað menn sem þurfa að leita aðstoðar sveitarfélaga er að gera með 2 bíla.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2010 kl. 18:51

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það varð hér hrun og sá sem á tvo bíla skráða á sig hann á rétt á framfærslu eins og aðrir skv. lögunum og ekki þar fyrir þá borðar hann ekki báða bílana. Þá á hann heldur ekki að þurfa að sæta því að verða eignalaus af því hann er án atvinnuleysistrygginga. Hann á heldur ekki að þurfa að sætta sig við mat Bjarkar Vilhelmsdóttur um hvað hann þurfi til framfærslu.Á að geta staðið í skilum samkvæmt anda laganna.

Höfuðverkefni sveitarfélaga ( þess vegna voru þau stofnuð ) voru framfærsluskylda og afréttarhagsmunir en á síðustu árum hafa bæst við rekstur á skólum með beingreiðslu á ríkinu og skipulagning á sorphirðu. Það er ekki bara hægt að rukka skatta en hafa svo engar skyldur nema við 75  framkvæmdastjóra og 15 varaborgarfulltrúa.

Það er mikil nýlunda að heyra jafn fasísk viðhorf og hjá þér Magnús, viltu ekki bara láta bjóða upp á fátækt fólk ?

Aðalatriði færslunnar snérist um það að tölfræðin er ekki í lagi. Hér er t.d. 4050 einstaklingum synjað um að skrá sig atvinnulausa af því þeir eiga ekki '' rétt'' á bótum. Atvinnulausum einstaklingum sem t.d. búa hjá foreldrum er hvergi að finna af því þeim er synjað um fjárhagsaðstoð og þeir eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum t.d. af því þeir hafa ekkert unnið nema í skamman tíma og nú er hrunið þriggja ára  og því nýtur þetta fólk engra réttinda af því margt ungt fólk hefur ekki getað fengið vinnu. Það eru því fleiri sem eru atvinnulausir en skráin segir til um og það eru mun fleiri sem sækja um fjárhagsaðstoð heldur en fá. 

Með þessu er verið að fela málin. Ekki dugir að kæra sveitarfélögin því þau aðhafast ekkert eins og afgreiðslur Reykjavíkurborgar sýna. Þar úrskurðar Ráðuneyti að verið sé að brjóta lög á borgurunum en samt gerist ekkert og fólki er sagt að sækja bara rétt sinn í dómsmáli.

Kjarninn var semsagt; hér er miklu meira atvinnuleysi en tölur segja til um og hér eru miklu fleiri í vanda og þurfa aðstoð en '' kerfið'' vísar þeim skipulega á vergang.

Einar Guðjónsson, 20.10.2010 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband