15.10.2010 | 16:34
Áróðursstríð.
Þessum upplýsingum er gagngert stillt upp til að verjast því að skila þýfinu og auðvitað allt óendurskoðað og óstaðfest. Kemur þó í ljós að meira en helmingur ræður ekki við að greiða uppsetta peningaleigu. Þá kemur einnig í ljós að einstaklingar ráða ekki við að halda heimili. Tekjur einstaklings duga ekki til að halda heimili nema í undantekningatilvikum. Kemur líka í ljós að meira en helmingur er að greiða hálfa peningaleigu og er þess vegna talin standa í skilum.
88% lána einstaklinga í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Ég var að horfa á Bloomberg fréttastöðina í dag og þar kom fram að 68% allra lána á Íslandi væru “non performing loans.“ Og staðan á Íslandi væri “very bad”. Auðvitað elda Samtök fjarmálafyrirtækja þessar tölur eins og þeim hentar til að lög verða ekki sett á þá.Biggi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 16:44
Segðu mér „Biggi“, hvernig skilgreinir þú „Non performing Loan“?
Ólafur Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 16:54
Non performing loans eru lán í vanskilum lengur en þrjá mánuði.
Einar Guðjónsson, 15.10.2010 kl. 17:27
Einar, hvað hefur þú fyrir þér í því? Hefur þú lesið það í bókum?
Ég veit ekki nákvæmlega hvað "Non performing loan" er en ég les í orðinn og s.kv. því þá gætu lán í frystingu talist til "Non Preforming Loan".
Lán í frystingu er Ekki í vanskilum. Svo mikið er víst!
Ólafur Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 17:55
Ólafur. Má alltaf leika sér af orðum. Gefum okkur að laun þín eru 300.000kr á mánuði. Samingarnir við fyrirtækið sem þú vinnur hjá segja það. Samt borgar fyrirtæki ekki launin þín því fyrirtækið er á hausnum og launin þín eru því ‘‘fryst‘‘ í eitt eða tvö ár. Þú stendur samt á því að fyrirtækið sé ekki í vanskilum á launum þínum af því þú túlkar bara launagreiðslur sem ‘‘frystar‘‘, ekki vanskil á samningum. Leikur að orðum? Sjálfsblekking?
Biggi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 18:44
Ólafur, það er ekki hvað ég eða þú túlkar sem NPL. Það er alþjóðlegur staðall á því eins og Einar vitnar í, t.d samkæmt málsgrein 4.84 hjá Alþjóða Gjaldeyrisjóðunum, IMF´s Compliatoin Guide on Fianancial Soundness Indicators:-A loan is non performing when payment of interest and principal are past due by 90 days or more, or at least 90 days of interest payment have been capitalized, refinanced or delayed by agreement, or payment are less than 90 days overdue, but there are other good reasons to doubht that payment will be made in full- áhersla og undirstrikun er mín. Frysting láni breytir því ekki að lánið er samt NPL.
Biggi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 19:00
Allt satt og rétt hjá Bigga.
Einar Guðjónsson, 15.10.2010 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.