Verðtrygging mótmælanna

Svona er verðtryggingin í verki en fyrir  tveimur árum notaðu mótmælendur potta og pönnur. Verðtrygging mótmælanna hefur þýtt að nú dugir ekkert minna en tunna í stað potta áður. Samt hefur ekkert gerst gagnvart heimilunum. Verðtrygging mótmælanna er í öfugu hlutfalli við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Að ári verður ríkisstjórnin sjálfsagt umkringd brennuvörgum með logandi kokkteila og kyndla.
mbl.is Mótmæli við Stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski mætti einhver spyrja sig hvers vegna fólk í vanda nýtir sér ekki þau úrræði sem því stendur til boða. Er það kannski vegna þess að loddarar sem tala í nafni hagsmuna heimilanna lofa því að hægt sé að lækka skuldirnar þeirra með einu púffi þannig að allir verði hamingjusamir á ný? Gæti ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin hefur ekki látið undan -- a.m.k. ekki enn -- innihaldslausu gaspri um flatan niðurskurð skulda að við höfum hvorki efni á því né leysir sú "lausn" vandann? 18% niðurskurður lána mun ekki leysa vanda stórs hluta heimila, því að þau þurfa miklu meira. Þessi niðurskurður mun aftur á móti "hjálpa" fjölda heimila sem er ekki hjálpar þurfi.  

Pétur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Pétur

Sértæku úrræðin eru bara fyrir þá sem fæddir eru á hlaupársdag þau ár sem ekki er hlaupár. Það er rétt betur að ríkisstarfsmenn geta borgað og kannnski rétt að veita þeim ekki afslátt enda komu þeir að hruninu.

Einar Guðjónsson, 12.10.2010 kl. 14:23

3 identicon

Eigum við kannski ekki að setja málið upp þannig að þeir sem geta greitt, hvort sem þeir eru ríkisstarfsmenn eða ekki, haldi áfram að gera það, en samfélagið reyni að hjálpa sem flestum af hinum? Það er akkúrat þannig sem að ég held að eigi að taka á málunum en ekki með flötum niðurskurði. Og ef sértæku aðgerðirnar eru svona ómögulegar, hvers vegna ekki koma með skynsamlegar breytingar á þeim fremur en krefjast einhvers sem ríkið ræður ekki við og sker ekki einu sinni helminginn af skuldurum úr snörunni?

Pétur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 14:40

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Pétur hér er ekkert samfélag, bara ég um mér frá mér til mín.

Einar Guðjónsson, 13.10.2010 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband